Bjarni fagnar langþráðri hreinni sakaskrá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. september 2022 14:14 Bjarni hefur staðið í stappi við kerfið í tæpan áratug vegna málsins. Vísir/Vilhelm Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood og fjárfestir, er ekki lengur með dóm á bakinu fyrir meiriháttar skattalagabrot. Málinu var vísað frá héraðsdómi í Hæstarétti í gær. Bjarni segir réttlætið hafa sigrað. Bjarna var tilkynnt í ársbyrjun 2012, eftir rannsókn skattrannsóknarstjóra, að skattar hans hefðu verið endurákvarðaðir. Ástæðan var vantaldar fjármagnstekjur í tengslum við sölu hlutabréfa sem hann eignaðist við starfslok hjá Glitni. Auk þess þurfti hann að borga 25 prósenta álag. Bjarni greiddi endurálögðu skattana auk álagsins í kjölfarið. Skattrannsóknarstjóri skaut máli Bjarna einnig til embættis sérstaks saksóknara sem gaf út ákæru á hendur honum. Lauk málinu með fyrrnefndum dómi auk sektar upp á 36 milljónir. Bjarni leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu sem komst að þeirri niðurstöðu að Bjarna hefði verið refsað tvisvar fyrir sama brotið. Þannig hefði verið brotið gegn fjórðu grein Mannréttindasáttmálans. Voru Bjarna dæmdar skaðabætur. Bjarni óskaði í framhaldinu eftir endurupptöku á málinu sem Endurupptökudómur féllst á. Málinu var vísað frá héraðsdómi með dómi Hæstaréttar í gær. Bjarni segir að með dómnum í gær hafi sakaskrá hans loksins verið hreinsuð. „Dómurinn staðfesti það að mér hefði verið gerð tvöföld refsing, fyrst í skattamáli sem gert var upp að fullu og síðan í refsimáli vegna sömu mistaka við gerð skattframtala. Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði að sú málsmeðferð gengi í berhögg við Mannréttindasáttmála Evrópu og hefur Hæstiréttur nú staðfest það,“ segir Bjarni. „Ég fagna þessari niðurstöðu og því að réttlætið hafi sigrað að lokum. Það hlýtur hins vegar að teljast umhugsunarefni að opinbera kerfið hafi með öllum tiltækum ráðum eytt meira en áratug í afneitun sinni á hinu augljósa.“ Dómsmál Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Íslenska ríkið braut á mannréttindum Bjarna Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi brotið gegn mannréttindum Bjarna Ármannssonar. 16. apríl 2019 09:13 MDE kveður upp dóm í máli Bjarna gegn ríkinu í næstu viku Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í máli Bjarna Ármannssonar gegn íslenska ríkinu verður kveðinn upp á þriðjudaginn í næstu viku. 12. apríl 2019 06:15 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Bjarna var tilkynnt í ársbyrjun 2012, eftir rannsókn skattrannsóknarstjóra, að skattar hans hefðu verið endurákvarðaðir. Ástæðan var vantaldar fjármagnstekjur í tengslum við sölu hlutabréfa sem hann eignaðist við starfslok hjá Glitni. Auk þess þurfti hann að borga 25 prósenta álag. Bjarni greiddi endurálögðu skattana auk álagsins í kjölfarið. Skattrannsóknarstjóri skaut máli Bjarna einnig til embættis sérstaks saksóknara sem gaf út ákæru á hendur honum. Lauk málinu með fyrrnefndum dómi auk sektar upp á 36 milljónir. Bjarni leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu sem komst að þeirri niðurstöðu að Bjarna hefði verið refsað tvisvar fyrir sama brotið. Þannig hefði verið brotið gegn fjórðu grein Mannréttindasáttmálans. Voru Bjarna dæmdar skaðabætur. Bjarni óskaði í framhaldinu eftir endurupptöku á málinu sem Endurupptökudómur féllst á. Málinu var vísað frá héraðsdómi með dómi Hæstaréttar í gær. Bjarni segir að með dómnum í gær hafi sakaskrá hans loksins verið hreinsuð. „Dómurinn staðfesti það að mér hefði verið gerð tvöföld refsing, fyrst í skattamáli sem gert var upp að fullu og síðan í refsimáli vegna sömu mistaka við gerð skattframtala. Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði að sú málsmeðferð gengi í berhögg við Mannréttindasáttmála Evrópu og hefur Hæstiréttur nú staðfest það,“ segir Bjarni. „Ég fagna þessari niðurstöðu og því að réttlætið hafi sigrað að lokum. Það hlýtur hins vegar að teljast umhugsunarefni að opinbera kerfið hafi með öllum tiltækum ráðum eytt meira en áratug í afneitun sinni á hinu augljósa.“
Dómsmál Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Íslenska ríkið braut á mannréttindum Bjarna Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi brotið gegn mannréttindum Bjarna Ármannssonar. 16. apríl 2019 09:13 MDE kveður upp dóm í máli Bjarna gegn ríkinu í næstu viku Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í máli Bjarna Ármannssonar gegn íslenska ríkinu verður kveðinn upp á þriðjudaginn í næstu viku. 12. apríl 2019 06:15 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Íslenska ríkið braut á mannréttindum Bjarna Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi brotið gegn mannréttindum Bjarna Ármannssonar. 16. apríl 2019 09:13
MDE kveður upp dóm í máli Bjarna gegn ríkinu í næstu viku Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í máli Bjarna Ármannssonar gegn íslenska ríkinu verður kveðinn upp á þriðjudaginn í næstu viku. 12. apríl 2019 06:15