Emilía Borgþórsdóttir hefur verið ráðin í stöðu verkefnastjóra umhverfis- og samfélagsmála hjá Húsasmiðjunni. Hún hefur nú þegar hafið störf.
Emilía er með B.Sc-gráðu í iðnhönnun og sjúkraþjálfun, diplómagráðu í umhverfis- og auðlindafræði og stundar mastersnám í sama fagi.
„Emilía býr yfir fjölbreyttri og alþjóðlegri reynslu af umhverfismálum, ráðgjöf, kennslu, vöruþróun, auk vöru- og innanhússhönnun,“ segir í tilkynningu frá Húsasmiðjunni.
Undanfarin ár hefur Emilía starfað sem sjálfstæður hönnuður og komið að margvíslegum verkefnum um áherslur á vistvæna hönnun, haldið námskeið um hönnun og heimili og skrifað pistla um grænan lífsstíl.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Fleiri fréttir
Sjá meira