Guðrún Edda er lögfræðingur og starfaði hjá Fangelsismálastofnun í yfir tíu ár. Þá hefur hún starfað sem lögfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu og setið í fjölmörgum nefndum og starfshópum á vegum hins opinbera. Þá hefur hún undanfarið haft aðkomu að veitingarekstri, nú síðast veitingastaðarins Kastrup.
Stefanía er stjórnmálafræðingur og með MSc gráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskólanum í Edinborg. Síðustu þrjú ár hefur hún starfað við samskipti, upplýsingamiðlum og við pólitíska greiningu. Hún starfaði síðast hjá Eftirlitsstofnun EFTA í Brussel.
Vigdís Perla er menntuð sem framleiðslustjóri frá The National Film and Television School í London. Hún hefur unnið í leikhúsi í fimmtán ár, fyrst í Þjóðleikhúsinu en lengst af sem sýningarstjóri hjá Borgarleikhúsinu. Þá hefur hún starfað hjá Ríkisútvarpinu sem aðstoðarframleiðandi.
„Haustið hefur farið mjög vel af stað og við finnum fyrir stöðugt aukinni aðsókn í þjónustu okkar. Því fylgir aukin breidd í verkefnum og viljum við mæta þeirri eftirspurn með því að fá í okkar frábæra hóp fólk með ólíkan bakgrunn og reynslu. Það er mikill fengur í því að fá þær Guðrúnu Eddu, Stefaníu og Vigdísi til liðs við okkur,“ segir Sif Jóhannsdóttir, rekstrarstjóri Aton.JL.