Viðskipti innlent

Guð­rún Edda, Stefanía og Vig­dís Perla til liðs við Aton.JL

Bjarki Sigurðsson skrifar
Frá vinstri: Guðrún Edda Guðmundsdóttir, Stefanía Reynisdóttir og Vigdís Perla Maack. Allar hafa þær hafið störf hjá Aton.JL.
Frá vinstri: Guðrún Edda Guðmundsdóttir, Stefanía Reynisdóttir og Vigdís Perla Maack. Allar hafa þær hafið störf hjá Aton.JL.

Aton.JL hefur ráðið þær Guðrúnu Eddu Guðmundsdóttur, Stefaníu Reynisdóttur og Vigdísi Perlu Maack til starfa. Allar hafa þær þegar hafið störf. Guðrún Edda og Stefanía starfa sem ráðgjafar og Vigdís sem verkefnastjóri.

Guðrún Edda er lögfræðingur og starfaði hjá Fangelsismálastofnun í yfir tíu ár. Þá hefur hún starfað sem lögfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu og setið í fjölmörgum nefndum og starfshópum á vegum hins opinbera. Þá hefur hún undanfarið haft aðkomu að veitingarekstri, nú síðast veitingastaðarins Kastrup.

Stefanía er stjórnmálafræðingur og með MSc gráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskólanum í Edinborg. Síðustu þrjú ár hefur hún starfað við samskipti, upplýsingamiðlum og við pólitíska greiningu. Hún starfaði síðast hjá Eftirlitsstofnun EFTA í Brussel.

Vigdís Perla er menntuð sem framleiðslustjóri frá The National Film and Television School í London. Hún hefur unnið í leikhúsi í fimmtán ár, fyrst í Þjóðleikhúsinu en lengst af sem sýningarstjóri hjá Borgarleikhúsinu. Þá hefur hún starfað hjá Ríkisútvarpinu sem aðstoðarframleiðandi.

„Haustið hefur farið mjög vel af stað og við finnum fyrir stöðugt aukinni aðsókn í þjónustu okkar. Því fylgir aukin breidd í verkefnum og viljum við mæta þeirri eftirspurn með því að fá í okkar frábæra hóp fólk með ólíkan bakgrunn og reynslu. Það er mikill fengur í því að fá þær Guðrúnu Eddu, Stefaníu og Vigdísi til liðs við okkur,“ segir Sif Jóhannsdóttir, rekstrarstjóri Aton.JL.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×