Viðskipti innlent

Tafir á upp­færslu reiknings­yfir­lits

Bjarki Sigurðsson skrifar
Tafir eru á að reikningsyfirlit hjá bönkum uppfærist vegna uppfærslu á kerfum Reiknistofu bankanna.
Tafir eru á að reikningsyfirlit hjá bönkum uppfærist vegna uppfærslu á kerfum Reiknistofu bankanna. Vísir

Vegna uppfærslu á kerfum Reiknistofu bankanna eru tafir á að reikningsyfirlit uppfærist hjá bönkum og sparisjóðum. Viðskiptavinir eru beðnir um að gæta þess að endurtaka ekki greiðslur.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að hægt sé að millifæra og greiða reikninga. Staða reikninga í netbönkum, öppum og hraðbönkum er rétt en greiðslur og millifærslur sjást ekki alltaf á yfirliti strax. Unnið er að lagfæringu og beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem tafirnar kunna að valda.

Á meðan unnið er að því að laga þetta eru viðskiptavinir beðnir um að gæta þess að endurtaka ekki greiðslur eða millifærslur þótt þær sjáist ekki á yfirliti strax.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×