Viðskipti innlent

Matthías frá Arion banka til Héðins

Atli Ísleifsson skrifar
Matthías Stephensen.
Matthías Stephensen. Aðsend

Matthías Stephensen hefur verið ráðinn fjármálastjóri Héðins. Hann kemur frá Arion banka þar sem hann hefur starað frá 2011, síðast sem forstöðumaður rekstrar og sölu á viðskiptabankasviði, ásamt því að vera innlánastjóri bankans.

Í tilkynningu kemur fram að Matthías sé með B.S gráðu í viðskiptafræði, með áherslu á reikningshald og fjármál fyrirtækja, frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í sama fagi. Hann hefur þegar hafið störf. 

„Ráðgjafafyrirtækið Góð samskipti valdi Matthías fyrr á þessu ári á lista yfir 40 öfluga stjórnendur í viðskiptalífinu 40 ára og yngri,“ segir í tilkynningunni.

Héðinn er leiðandi fyrirtæki í málmiðnaði og véltækni og sinnir fjölbreyttri þjónustu við sjávarútveg, stóriðjufyrirtæki og orkuframleiðendur. Fyrirtækið var stofnað árið 1922 og fagnar því aldarafmæli á þessu ári.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×