Viðskipti innlent

Verður for­stjóri Icelandic Wa­ter Holdings

Atli Ísleifsson skrifar
Reza Mirza hefur starfað sem forstjóri Icelandic Glacial í Bandaríkjunum í átta ár.
Reza Mirza hefur starfað sem forstjóri Icelandic Glacial í Bandaríkjunum í átta ár. Aðsend

Reza Mirza, forstjóri Icelandic Glacial í Bandaríkjunum, hefur verið gerður að forstjóra samstæðunnar Icelandic Water Holdings.

Frá þessu segir í tilkynningu frá Icelandic Glacial. Þar kemur fram að Reza Mirza hafi starfað sem forstjóri Icelandic Glacial í Bandaríkjunum síðustu átta ár og tekið við við sem forstjóri eignarhaldsfélagsins Icelandic Water Holdings fyrsta dag þessa mánaðar.

Haft er eftir Jóni Ólafssyni, stjórnarformani Icelandic Water Holdings, að Reza hafi á starfsferli sínum hjá fyrirtækinu markað langtímastefnu og framfylgt henni með ágætum.

„Hann hefur laðað til fyrirtækisins starfsmannateymi á heimsmælikvarða, sem stendur að baki miklum vexti og aukinni arðsemi fyritækisins. Icelandic Glacial fæst nú á 54.000 sölustöðum í Bandaríkjunum; á 400 lúxushótelum og nær öllum flugvöllum. Áhersla Reza á að byggja upp úrvalsteymi hefur skapað framúrskarandi fyrirtækjamenningu og byggt upp vörumerkið, þannig að það er nú þriðja stærsta innflutta „premium water“ á Bandaríkjamarkaði ,“ segir Jón.

Þá sé haft eftir Reza Mirza að það sé sér heiður að fá að gegna auknu hlutverki í að leiða Icelandic Water Holdings og samstæðufélög. „ Ásamt stofnendum fyrirtækisins, Jóni og Kristjáni, er ég spenntur fyrir framtíðinni, þar sem við munum halda áfram að byggja upp Icelandic Glacial á heimsmarkaði. Eins og við höfum gert í Bandaríkjunum, stefnum við að því að vera meðal fyrirtækja á markaði af „premium“ vatni, á öllum okkar mörkuðum á alþjóðavísu. Við erum með einstakt vörumerki, öflugt teymi og ört vaxandi tryggan hóp viðskiptavina og okkar dýrmætu uppsprettulind í Ölfusinu, sem skilar okkur hreinasta vatni í heimi.“





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×