Viðskipti innlent

Loka Ís­búð Brynju í Lóu­hólum

Bjarki Sigurðsson skrifar
Ísbúð Brynju í Lóuhólum verður lokað á næstu mánuðum.
Ísbúð Brynju í Lóuhólum verður lokað á næstu mánuðum. Vísir/Vilhelm

Ísbúð Brynju í Lóuhólum verður lokað á næstu mánuðum. Staðsetningin hentaði ekki nægilega vel en önnur ísbúð keðjunnar er staðsett ansi nálægt Lóuhólum. Framkvæmdastjóri ísbúðarinnar segir reksturinn á Akureyri og í Kópavogi alltaf ganga jafn vel.

Í samtali við fréttastofu staðfestir Daníel Kári Stefánsson, framkvæmdastjóri Ísbúð Brynju, að búið sé að ákveða að loka útibúinu í Lóuhólum.

„Það er stundum þegar það eru valdar staðsetningar að þær eru „hit or miss“. Við erum með aðra ísbúð talsvert nálægt, í Engihjalla þar sem við tókum allt í gegn í sumar og er í blómlegum rekstri. Við erum að leita að nýjum tækifærum fyrir vélarnar sem við erum með þarna í Lóuhólum,“ segir Daníel.

Þrátt fyrir að hlutirnir hafi ekki gengið upp í Breiðholti er alltaf sama blússandi sigling á rekstrinum í Kópavogi og á Akureyri. 

„Það er gott að sumarið sé núna loksins komið, þetta fylgir allt veðri. Sumarið á Akureyri í fyrra er það besta í manna minnum og það þýðir bara biðröð út á götu allan daginn,“ segir Daníel. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×