Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. september 2022 10:00 HK hefur spilað samfleytt í efstu deild síðan 2005. vísir/hulda margrét Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og að liðið falli niður í Grill 66-deildina eftir átján tímabil í röð í deild þeirra bestu. HK lenti í 4. sæti Covid-tímabilið 2019-20 en hefur endað í 7. sæti undanfarin tvö ár og því þurft að fara í umspil til að sæti sínu í Olís-deildinni. Annað árið í röð hefur leikmannahópur HK veikst umtalsvert. Markadrottning Olís-deildarinnar á síðasta tímabili, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, er farinn í atvinnumennsku, fyrirliðinn Sigríður Hauksdóttir, sem lék reyndar ekkert á síðasta tímabili, gekk í raðir Vals og einn besti varnarmaður liðsins, Alexandra Líf Arnarsdóttir, fór til Noregs. HK átti fjóra leikmenn í U-18 ára landsliðinu sem endaði í 8. sæti á HM í sumar. Þessir leikmenn, Ethel Gyða Bjarnasen, Embla Steinþórsdóttir, Inga Lára og Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, spiluðu aðallega með U-liði HK á síðasta tímabili en fá væntanlega nokkuð stórt hlutverk með aðalliðinu í vetur. Og þær þurfa að standa sig því HK hefur ekki fengið einn einasta leikmann fyrir tímabilið. Þá er nýr maður í brúnni hjá HK, Samúel Ívar Árnason. Miðað við blóðtökuna sem HK hefur orðið fyrir væri liðið eflaust fegið að halda áfram áskrift að 7. sætinu sínu. Það er þó hætt við að áskriftinni verði sagt upp. Gengi HK undanfarinn áratug 2021-22: 7. sæti 2020-21: 7. sæti 2019-20: 4. sæti 2018-19: 7. sæti 2017-18: B-deild (2. sæti) 2016-17: B-deild (4. sæti) 2015-16: 9. sæti 2014-15: 9. sæti 2013-14: 8. sæti+átta liða úrslit 2012-13: 5. sæti+átta liða úrslit Lykilmaðurinn Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir er af miklum íþróttaættum.vísir/hulda margrét Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir er reyndasti leikmaður HK og það reynir á hana sem aldrei fyrr í vetur. Hún býr yfir miklum leiðtogahæfileikum og þeir verða að skína skært í ungu liði HK. Félagið hefur verið í efstu deild frá 2005 og Valgerður vill eflaust ekki sjá það fara niður á sinni vakt. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Farnar: Jóhanna Margrét Sigurðardóttir til Önnereds (Svíþjóð) Sigríður Hauksdóttir til Vals Guðrún Erla Bjarnadóttir til Fjölnis/Fylkis Þóra María Sigurjónsdóttir til Gróttu Alexandra Líf Arnarsdóttir til Fredrikstad (Noregi) Markaðseinkunn (A-C): C Fylgist með Fáir nema allra, allra hörðustu handboltaáhugamenn þekktu Ethel Gyðu Bjarnasen í byrjun sumars. En það breyttist þegar EM U-18 ára hófst. Ethel átti þar hvern stórleikinn á fætur öðrum og var meðal bestu markvarða mótsins. Hún var sérstaklega nösk að verja úr dauðafærum og nánast ósigrandi í vítaköstum. Ethel spilaði sama og ekkert með aðalliði HK á síðasta tímabili en það ætti að breytast í vetur. Olís-deild kvenna HK Kópavogur Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM FH - KA | Heiðursverðlaun veitt fyrir hörkuleik Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og að liðið falli niður í Grill 66-deildina eftir átján tímabil í röð í deild þeirra bestu. HK lenti í 4. sæti Covid-tímabilið 2019-20 en hefur endað í 7. sæti undanfarin tvö ár og því þurft að fara í umspil til að sæti sínu í Olís-deildinni. Annað árið í röð hefur leikmannahópur HK veikst umtalsvert. Markadrottning Olís-deildarinnar á síðasta tímabili, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, er farinn í atvinnumennsku, fyrirliðinn Sigríður Hauksdóttir, sem lék reyndar ekkert á síðasta tímabili, gekk í raðir Vals og einn besti varnarmaður liðsins, Alexandra Líf Arnarsdóttir, fór til Noregs. HK átti fjóra leikmenn í U-18 ára landsliðinu sem endaði í 8. sæti á HM í sumar. Þessir leikmenn, Ethel Gyða Bjarnasen, Embla Steinþórsdóttir, Inga Lára og Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, spiluðu aðallega með U-liði HK á síðasta tímabili en fá væntanlega nokkuð stórt hlutverk með aðalliðinu í vetur. Og þær þurfa að standa sig því HK hefur ekki fengið einn einasta leikmann fyrir tímabilið. Þá er nýr maður í brúnni hjá HK, Samúel Ívar Árnason. Miðað við blóðtökuna sem HK hefur orðið fyrir væri liðið eflaust fegið að halda áfram áskrift að 7. sætinu sínu. Það er þó hætt við að áskriftinni verði sagt upp. Gengi HK undanfarinn áratug 2021-22: 7. sæti 2020-21: 7. sæti 2019-20: 4. sæti 2018-19: 7. sæti 2017-18: B-deild (2. sæti) 2016-17: B-deild (4. sæti) 2015-16: 9. sæti 2014-15: 9. sæti 2013-14: 8. sæti+átta liða úrslit 2012-13: 5. sæti+átta liða úrslit Lykilmaðurinn Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir er af miklum íþróttaættum.vísir/hulda margrét Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir er reyndasti leikmaður HK og það reynir á hana sem aldrei fyrr í vetur. Hún býr yfir miklum leiðtogahæfileikum og þeir verða að skína skært í ungu liði HK. Félagið hefur verið í efstu deild frá 2005 og Valgerður vill eflaust ekki sjá það fara niður á sinni vakt. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Farnar: Jóhanna Margrét Sigurðardóttir til Önnereds (Svíþjóð) Sigríður Hauksdóttir til Vals Guðrún Erla Bjarnadóttir til Fjölnis/Fylkis Þóra María Sigurjónsdóttir til Gróttu Alexandra Líf Arnarsdóttir til Fredrikstad (Noregi) Markaðseinkunn (A-C): C Fylgist með Fáir nema allra, allra hörðustu handboltaáhugamenn þekktu Ethel Gyðu Bjarnasen í byrjun sumars. En það breyttist þegar EM U-18 ára hófst. Ethel átti þar hvern stórleikinn á fætur öðrum og var meðal bestu markvarða mótsins. Hún var sérstaklega nösk að verja úr dauðafærum og nánast ósigrandi í vítaköstum. Ethel spilaði sama og ekkert með aðalliði HK á síðasta tímabili en það ætti að breytast í vetur.
2021-22: 7. sæti 2020-21: 7. sæti 2019-20: 4. sæti 2018-19: 7. sæti 2017-18: B-deild (2. sæti) 2016-17: B-deild (4. sæti) 2015-16: 9. sæti 2014-15: 9. sæti 2013-14: 8. sæti+átta liða úrslit 2012-13: 5. sæti+átta liða úrslit
Komnar: Farnar: Jóhanna Margrét Sigurðardóttir til Önnereds (Svíþjóð) Sigríður Hauksdóttir til Vals Guðrún Erla Bjarnadóttir til Fjölnis/Fylkis Þóra María Sigurjónsdóttir til Gróttu Alexandra Líf Arnarsdóttir til Fredrikstad (Noregi) Markaðseinkunn (A-C): C
Olís-deild kvenna HK Kópavogur Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM FH - KA | Heiðursverðlaun veitt fyrir hörkuleik Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Sjá meira