Viðskipti innlent

Miðar á jóla­hlað­borð seldust upp á met­tíma

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Hótelið var tekið í notkun í ágúst 2019.
Hótelið var tekið í notkun í ágúst 2019. Vísir/Egill

Strax er orðið uppselt á jólahlaðborðið hjá hótel Geysi í Haukadal en ef marka má Facebook síðu hótelsins seldust miðarnir upp á rétt rúmlega tveimur klukkustundum.

Hótel Geysir er fjölskyldufyrirtæki og var opnað í núverandi mynd þann fyrsta ágúst 2019 en hótelið er sannkallað lúxushótel og inniheldur veitingasali sem rúma 800 gesti. Barnabörn Sigurðar Greipssonar sem rak íþróttaskóla á svæðinu frá árinu 1927 til 1971 reistu hótelið. 

Miðar á jólahlaðborðið kosta 9.800 krónur en viðburðurinn verður haldinn þann 18. desember næstkomandi.

Dagskrá viðburðarins inniheldur þó meira en jólahlaðborð en hún hefst á barnaskemmtun og jólatrésölu ásamt fleiru. Jólahlaðborðið sjálft hefst svo síðar og verður sérstaklega hugsað til barna þar sem þau fá hlaðborð sem hæfir þeirr hæð. Frekari upplýsingar um viðburðinn má sjá hér.

Á Facebook síðu Geysis, þar sem miðasalan var auglýst, má sjá að miðar á hlaðborðið seldust upp á tveimur dögum í fyrra og því slær miðasala ársins því við. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×