Viðskipti innlent

Össur kaupir hið banda­ríska Naked Prost­hetics

Atli Ísleifsson skrifar
Naked Prosthetics sérhæfir sig í stoðtækjum fyrir einstaklinga sem misst hafa framan af fingri eða hlut af hendi.
Naked Prosthetics sérhæfir sig í stoðtækjum fyrir einstaklinga sem misst hafa framan af fingri eða hlut af hendi. Naked Prosthetics

Heilbrigðistæknifyrirtækið Össur hf. hefur gengið frá kaupum á Naked Prosthetics sem sérhæfir sig í stoðtækjum fyrir einstaklinga sem misst hafa framan af fingri eða hlut af hendi.

Frá þessu segir í tilkynningu frá Össuri, en Naked Prosthetics er staðsett nálægt Seattle í Washington-ríki í Bandaríkjunum. Það bætist þá við þær starfsstöðvar sem Össur starfrækir víða um heim en Össur er með starfsstöðvar í 35 löndum og telur starfsfólk nú um fjögur þúsund. 

Ennfremur segir að sala Naked Prosthetics hafi numið níu milljónum Bandaríkjadala árið 2021, eða 1,1 milljarði íslenskra króna.

Um vörur Naked Prostetics segir að stoðtækin séu sérhönnuð til að líkja eftir hreyfingum einstakra fingra og gera fólki kleift að stunda ýmiskonar vinnu og tómstundir. Séu þær góð viðbót við fjölbreytt vöruframboð Össurar.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.