Klinkið

Frosti kaupir þriðjungshlut í Wunder Werkz

Ritstjórn Innherja skrifar
Frosti var áður hluthafi og starfsmaður EFNI frá árinu 2017.
Frosti var áður hluthafi og starfsmaður EFNI frá árinu 2017.

Hönnuðurinn Frosti Gnarr hefur keypt þriðjungshlut í bandarísku hönnunarstofunni Wunder Werkz. Frosti hefur nú þegar opnað útibú fyrir evrópsk verkefni Wunder Werkz á Íslandi.

Stofan sérhæfir sig í því að hanna vörumerki, vefi og innanhúshönnun fyrir hótel og veitingastaði og hefur þróað aðferðir við að vinna náið með arkitektum, fasteignarþróunarfélögum og leigutökum að því að búa til vörumerki sem eru byggð á rannsóknum á markaðsumhverfi, sögu svæðis og viðtölum við hluteigendur. Síðustu sjö ár hefur stofan unnið að fasteignaþróunar verkefnum fyrir yfir jafnvirði 100 milljarða króna.

Höfuðstöðvar Wunder Werkz eru í borginni Denver í Colorado í Bandaríkjunum og stofan hefur á síðastliðnum áratug getið sér gott orð á sínu sviði. Wunder Werkz hefur þannig unnið til fjölda verðlauna fyrir verkefni sín meðal annars Dezeen, Awwwards, Muse Awards og nú á dögunum Communication Arts 2022 Design Annual verðlaun fyrir besta vörumerkið fyrir veitingastaðakeðjuna Illegal Pete’s.

Síðustu sjö ár hefur stofan unnið að fasteignaþróunar verkefnum fyrir yfir jafnvirði 100 milljarða króna.

Frosti var hluthafi og starfsmaður EFNI frá árinu 2017. Þar einblíndi hann á að byggju upp vörumerki utan um nýsköpunarverkefni og koma þeim á markað í Bandaríkjunum. Þar á meðal eru Niceland Seafood, HausMart, DigiPhy og Yazoo Yaupon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×