Klinkið

Ólafur hættir sem hagstofustjóri eftir fjórtán ára starf

Ritstjórn Innherja skrifar
Ólafur Hjálmarsson hefur gegnt embætti hagstofustjóra frá því í mars árið 2008.
Ólafur Hjálmarsson hefur gegnt embætti hagstofustjóra frá því í mars árið 2008.

Ólafur Hjálmarsson, sem hefur gegnt embætti hagstofustjóra samfellt frá árinu 2008, hefur hætt störfum hjá Hagstofu Íslands. Óskaði hann eftir því að verða færður til í starfi og mun Ólafur taka við sem skrifstofustjóri fjármálaráðs um næstkomandi mánaðarmót.

Ólafur, sem er með cand. oecon. próf frá viðskiptadeild Háskóla Íslands og MA-gráðu í þjóðhagfræði frá York University í Toronto, var áður skrifstofustjóri fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins.

Embætti hagstofastjóra var auglýst laust til umsóknar um nýliðna helgi en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun skipa í embættið frá 1. nóvember næstkomandi. Skipuð verður þriggja hæfisnefnd sem metur hæfni umsækjenda og skilar greinargerð til ráðherra.

Hagstofa Íslands er sjálfstæð stofnun sem heyrir undir forsætisráðherra. Hagstofan er miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar í landinu og hefur forystu um tilhögun, samræmingu og framkvæmd hennar og um samskipti við alþjóðastofnanir um hagskýrslu- og tölfræðimál.

Núverandi staðgengli hagstofustjóra, Elsu Björk Knútsdóttur, hefur verið falið að sinna starfsskyldum hagstofustjóra til 1. nóvember 2022.


Tengdar fréttir

Hagstofustjóri botnar ekkert í Sigurði Inga

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra skoraði óvænt á Hagstofu Íslands að taka markaðsverð húsnæðis úr vísitölu neysluverðs. Ólafur Hjálmarsson hagstofustjóri skilur ekki hvað ráðherra er að fara.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.



×