Innherji

Kortavelta erlendra ferðamanna náði methæðum í júlí

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Ferðamenn við Hallgrímskirkju.
Ferðamenn við Hallgrímskirkju. Vísir/Sigurjón

Kortavelta erlendra ferðamanna hérlendis nam tæpum 35,4 milljörðum króna í júlí og hefur hún ekki mælst hærri að nafnvirði frá upphafi mælinga árið 2012. Veltan jókst um 24,7 prósent á milli mánaða.

Að raunvirði hefur veltan einungis mælst hærri í tveimur mánuðum frá upphafi mælinga, í júlí og ágúst árið 2018. Þetta sýna nýjar tölur Rannsóknarseturs verslunarinnar.

Ferðamenn frá Bandaríkjunum voru ábyrgir fyrir 35,4 prósentum af allri erlendri kortaveltu hérlendis í júlí. Þjóðverjar komu næstir með 7,9 prósent og svo Frakkar með 5,2 prósent.

Heildarvelta greiðslukorta í júlí var rúmir 125 milljarðar króna og jókst um 15 prósent á milli ára miðað við breytilegt verðlag. 

Heildar kortavelta Íslendinga hérlendis nam tæpum 89,8 milljörðum króna og jókst um 4,52 prósent á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Innlend kortavelta í verslun nam tæpum 48 milljörðum sem er 0,85 prósentum meira en á sama tíma í fyrra miðað við breytilegt verðlag. 

Innlend kortavelta í verslun á netinu nam tæpum 3 milljörðum og jókst hún um tæp 21,7 prósent á milli ára miðað við breytilegt verðlag. 

Heildar velta innlendra greiðslukorta í verslunum og þjónustu erlendis nam rúmum 25,3 milljörðum króna í og hefur aftur ekki verið hærri frá upphafi mælinga árið 1997. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.