Atvinnulíf

Vöruskipti óhagstæð um 31 milljarð í júlí

Jakob Bjarnar skrifar
Íslendingar mega herða sig ef þeir ætla að jafna vöruskiptin. Miklu meiri verðmæti eru flutt inn en út.
Íslendingar mega herða sig ef þeir ætla að jafna vöruskiptin. Miklu meiri verðmæti eru flutt inn en út. vísir/vilhelm

Hagstofan var að gefa út bráðabirgðatölur um vöruskipti og samkvæmt þeim eru þau óhagstæð um sem nemur 31 milljarð króna.

Í tölum Hagstofunnar segir að fluttar hafi verið út vörur fyrir 75,8 milljarða (fob) í júlí á þessu ári en innflutningur nam 106,8 milljarða króna (þar af 95,4 milljarða fob sem þýðir að seljandi greiðir sendingakostnað). Vöruskiptin voru því óhagstæð um sem nemur 31 milljarð króna.

Í tilkynningu Hagstofunnar kemur jafnframt fram að til samanburðar voru vöruviðskiptin óhagstæð um 14,8 milljarða króna í júlí 2021 á gengi hvors árs fyrir sig.

„Vöruskiptajöfnuðurinn í júlí 2022 er því 16,2 milljörðum óhagstæðari en á sama tíma fyrir rúmu ári. Vöruskiptajöfnuður síðustu tólf mánaða var óhagstæður um 253,6 milljarða króna sem er 75,6 milljörðum króna óhagstæðari jöfnuður en á tólf mánaða tímabili ári fyrr.“

Verðmæti útflutnings jókst um tæp 30 prósent á ársgrundvelli, verðmæti vöruútflutnings í júlí 2022 jókst um 7,6 milljarða króna, eða um 11,2 prósent, frá júlí 2021, úr 68,1 milljarði króna í 75,8 milljarða. Verðmæti útfluttra iðnaðarvara jókst um 7,0 milljarða króna eða 16,5 prósent ef borið er saman við júlí 2021.

Iðnaðarvörur voru 57 prósent alls vöruútflutnings síðustu 12 mánuði en sjávarafurðir voru 35 prósent.

skjáskot/hagstofa íslands
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.