Farþegar Icelandair yfir hálfa milljón í fyrsta sinn frá upphafi faraldurs Árni Sæberg skrifar 8. ágúst 2022 09:58 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair. Hann er ánægður með árangur félagsins í júlí. Stöð 2/Egill Icelandair flutti yfir hálfa milljón farþega í millilandaflugi í nýliðnum júlí. Fjöldi farþega hefur ekki farið yfir hálfa milljón síðan á háannatíma árið 2019 áður en áhrifa heimsfararaldurs kórónuveiru fór að gæta í flugrekstri. Þetta er meðal þess sem kemur fram í mánaðarlegum flutningatölum Icelandair sem birtar voru í morgun. Flugfélagið flutti í heild 529 þúsund farþega í milli- og innanlandsflugi í júlí. Í fyrra voru farþegar í júlí aðeins 219 þúsund og í júní þessa árs voru þeir 431 þúsund. Þar af voru millilandafarþegar 504 þúsund samanborið við 195 þúsund í júlí 2021 og 407 þúsund í júní á þessu ári. Fjöldi farþega til Íslands var 230 þúsund og frá Íslandi 57 þúsund. Tengifarþegar voru stór hluti millilandafarþega eða 43 prósent. Í fréttatilkynningu frá Icelandair segir að raskanir hafi orðið á leiðakerfi félagsins vegna krefjandi aðstæðna á flugvöllum erlendis. Stundvísi í júlí var aðeins 64 prósent. Farþegum í innanlandsflugi fjölgaði um eitt þúsund milli ára í 25 þúsund í júlí. Sætanýting minnkaði hins vegar úr 76.5 prósent í 74,5 prósent. Seldir blokktímar í leiguflugi voru 7% fleiri en á sama tíma í fyrra. Fraktflutningar minnkuðu um 14% samanborið við júlí 2021. Ánægjulegt að sjá góðan árangur Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, er ánægður með árangur félagsins í júlímánuði. „Það er ánægjulegt að sjá þann mikla árangur sem starfsfólk Icelandair hefur náð við að byggja starfsemina upp í krefjandi umhverfi í kjölfar heimsfaraldursins. Nú náðum við þeim áfanga að flytja yfir hálfa milljón farþega í fyrsta sinn frá því í ágúst 2019 og er farþegafjöldinn kominn upp í hátt í 90% af því sem var fyrir faraldur. Þá er sætanýtingin eftirtektarverð en hún er ein sú mesta frá upphafi í einum mánuði. Eftirspurn er og hefur verið mikil og ljóst er að mikil uppsöfnuð ferðaþörf er til staðar. Þá hefur sala á Saga Premium sætum gengið vel. Allt er þetta til marks um að leiðakerfið er í góðu jafnvægi og að þær aðlaganir sem við höfum gert á því samhliða árangursríkri tekjustýringu og öflugu sölu- og markaðsstarfi hafa skilað settu marki. Aðstæður á flugvöllum erlendis hafa haft umtalsverð áhrif á flugferðir. Við leggjum mikla áherslu á að bregðast eftir fremsta megni við þeim aðstæðum sem hafa skapast. Starfsfólk Icelandair hefur með mikilli vinnu, útsjónarsemi og þjónustulund náð að halda áhrifum sem þessar raskanir hafa haft á farþega í lágmarki. Þetta er til marks um þann einstaka mannauð sem Icelandair býr yfir. Einnig er ástæða til þess að hrósa þeim sem starfa í ferðaþjónustu á Íslandi í heild. Isavia, tollgæslan, landamæraeftirlitið og aðrir rekstraraðilar á Keflavíkurflugvelli hafa náð að bregðast hratt við og haldið í við öflugan viðsnúning í farþegafjölda um flugvöllinn. Eins hafa ferðaþjónustuaðilar um allt land sýnt mikinn sveigjanleika með því að stórauka starfsemi sína á stuttum tíma og náð þannig að þjónusta sambærilegan fjölda ferðamanna og árið 2019. Með þessu samheldna átaki auk aðgerða ríkisstjórnarinnar í heimsfaraldrinum hefur verið unnt að endurreisa ferðaþjónustu á Íslandi með miklum glæsibrag,“ er haft eftir Boga í fréttatilkynningu frá Icelandair. Icelandair Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í mánaðarlegum flutningatölum Icelandair sem birtar voru í morgun. Flugfélagið flutti í heild 529 þúsund farþega í milli- og innanlandsflugi í júlí. Í fyrra voru farþegar í júlí aðeins 219 þúsund og í júní þessa árs voru þeir 431 þúsund. Þar af voru millilandafarþegar 504 þúsund samanborið við 195 þúsund í júlí 2021 og 407 þúsund í júní á þessu ári. Fjöldi farþega til Íslands var 230 þúsund og frá Íslandi 57 þúsund. Tengifarþegar voru stór hluti millilandafarþega eða 43 prósent. Í fréttatilkynningu frá Icelandair segir að raskanir hafi orðið á leiðakerfi félagsins vegna krefjandi aðstæðna á flugvöllum erlendis. Stundvísi í júlí var aðeins 64 prósent. Farþegum í innanlandsflugi fjölgaði um eitt þúsund milli ára í 25 þúsund í júlí. Sætanýting minnkaði hins vegar úr 76.5 prósent í 74,5 prósent. Seldir blokktímar í leiguflugi voru 7% fleiri en á sama tíma í fyrra. Fraktflutningar minnkuðu um 14% samanborið við júlí 2021. Ánægjulegt að sjá góðan árangur Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, er ánægður með árangur félagsins í júlímánuði. „Það er ánægjulegt að sjá þann mikla árangur sem starfsfólk Icelandair hefur náð við að byggja starfsemina upp í krefjandi umhverfi í kjölfar heimsfaraldursins. Nú náðum við þeim áfanga að flytja yfir hálfa milljón farþega í fyrsta sinn frá því í ágúst 2019 og er farþegafjöldinn kominn upp í hátt í 90% af því sem var fyrir faraldur. Þá er sætanýtingin eftirtektarverð en hún er ein sú mesta frá upphafi í einum mánuði. Eftirspurn er og hefur verið mikil og ljóst er að mikil uppsöfnuð ferðaþörf er til staðar. Þá hefur sala á Saga Premium sætum gengið vel. Allt er þetta til marks um að leiðakerfið er í góðu jafnvægi og að þær aðlaganir sem við höfum gert á því samhliða árangursríkri tekjustýringu og öflugu sölu- og markaðsstarfi hafa skilað settu marki. Aðstæður á flugvöllum erlendis hafa haft umtalsverð áhrif á flugferðir. Við leggjum mikla áherslu á að bregðast eftir fremsta megni við þeim aðstæðum sem hafa skapast. Starfsfólk Icelandair hefur með mikilli vinnu, útsjónarsemi og þjónustulund náð að halda áhrifum sem þessar raskanir hafa haft á farþega í lágmarki. Þetta er til marks um þann einstaka mannauð sem Icelandair býr yfir. Einnig er ástæða til þess að hrósa þeim sem starfa í ferðaþjónustu á Íslandi í heild. Isavia, tollgæslan, landamæraeftirlitið og aðrir rekstraraðilar á Keflavíkurflugvelli hafa náð að bregðast hratt við og haldið í við öflugan viðsnúning í farþegafjölda um flugvöllinn. Eins hafa ferðaþjónustuaðilar um allt land sýnt mikinn sveigjanleika með því að stórauka starfsemi sína á stuttum tíma og náð þannig að þjónusta sambærilegan fjölda ferðamanna og árið 2019. Með þessu samheldna átaki auk aðgerða ríkisstjórnarinnar í heimsfaraldrinum hefur verið unnt að endurreisa ferðaþjónustu á Íslandi með miklum glæsibrag,“ er haft eftir Boga í fréttatilkynningu frá Icelandair.
Icelandair Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira