Viðskipti innlent

Sjö prósent hækkun á ís­lenska markaðnum í júlí

Bjarki Sigurðsson skrifar
Landsbankinn í Grafarholti.
Landsbankinn í Grafarholti. Vísir/Vilhelm

Íslenski hlutabréfamarkaðurinn hækkaði um sjö prósent í júlí eftir kröftugar lækkanir í júní. Af þeim 22 félögum sem skráð eru á aðallista kauphallarinnar voru nítján sem hækkuðu í verði en þrjú félög lækkuðu.

Í Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans kemur fram að hlutabréf Icelandair Group hafi hækkað mest í júlí eða um 35,4 prósent. Næst á eftir komu Eimskip með 20,1 prósent hækkun og Origo með 16,4 prósent hækkun. Félögin þrjú sem lækkuðu í verði voru Nova Klúbburinn um 2,5 prósent, Síminn um 3,4 prósent og Reginn um 4,1 prósent.

Hér má sjá ávöxtun hlutabréfa á íslenskum markaði í júní.Hagfræðideild Landsbankans

Það var ekki einungis hér á landi sem markaðir hækkuðu en í meðal annars Svíþjóð, Danmörku, Bandaríkjunum og Frakklandi voru miklar hækkanir. Markaðir allra helstu viðskiptalanda Íslands hækkuðu fyrir utan kínverska markaðinn. Hann lækkaði um 4,3 prósent.

Verðbólga í heiminum hefur ekki verið hærri í áratugi og hefur það kallað á stýrivaxtahækkanir til að draga úr eftirspurn. Evrópski og bandaríski seðlabankinn hækkuðu báðir stýrivexti sína í júlí. Sá evrópski hækkaði vextina um 0,5 prósentustig og sá bandaríski um 0,75 prósentustig. […] Báðar hækkanirnar voru í góðu samræmi við væntingar og höfðu því ekki neikvæð áhrif á hlutabréfamarkaði,“ segir í Hagsjánni.

Tólf mánaða ávöxtun hlutabréfamarkaða er víðast hvar neikvæð en á Íslandi er hækkun um 1,6 prósent. Mesta hækkunin er í Noregi þar sem hún er 18,2 prósent. Þá er mesta lækkunin í Þýskalandi eða 21,4 prósent.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.