Í Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans kemur fram að hlutabréf Icelandair Group hafi hækkað mest í júlí eða um 35,4 prósent. Næst á eftir komu Eimskip með 20,1 prósent hækkun og Origo með 16,4 prósent hækkun. Félögin þrjú sem lækkuðu í verði voru Nova Klúbburinn um 2,5 prósent, Síminn um 3,4 prósent og Reginn um 4,1 prósent.

Það var ekki einungis hér á landi sem markaðir hækkuðu en í meðal annars Svíþjóð, Danmörku, Bandaríkjunum og Frakklandi voru miklar hækkanir. Markaðir allra helstu viðskiptalanda Íslands hækkuðu fyrir utan kínverska markaðinn. Hann lækkaði um 4,3 prósent.
Verðbólga í heiminum hefur ekki verið hærri í áratugi og hefur það kallað á stýrivaxtahækkanir til að draga úr eftirspurn. Evrópski og bandaríski seðlabankinn hækkuðu báðir stýrivexti sína í júlí. Sá evrópski hækkaði vextina um 0,5 prósentustig og sá bandaríski um 0,75 prósentustig. […] Báðar hækkanirnar voru í góðu samræmi við væntingar og höfðu því ekki neikvæð áhrif á hlutabréfamarkaði,“ segir í Hagsjánni.
Tólf mánaða ávöxtun hlutabréfamarkaða er víðast hvar neikvæð en á Íslandi er hækkun um 1,6 prósent. Mesta hækkunin er í Noregi þar sem hún er 18,2 prósent. Þá er mesta lækkunin í Þýskalandi eða 21,4 prósent.