Viðskipti erlent

Hækka stýri­vexti í fyrsta skipti í ellefu ár

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Sólblómin blómstra nú fyrir framan Seðlabanka Evrópu í Frankfurt í Þýskalandi. Stjórnendur bankans tóku í dag ákvörðun um að hækka stýrivexti í fyrsta skiptið í ellefu ár.
Sólblómin blómstra nú fyrir framan Seðlabanka Evrópu í Frankfurt í Þýskalandi. Stjórnendur bankans tóku í dag ákvörðun um að hækka stýrivexti í fyrsta skiptið í ellefu ár. AP/Michael Probst

Seðlabanki Evrópu hækkaði stýrivexti í dag um hálft prósentustig til að stemma stigu við 8,6 prósent verðbólgu á evrusvæðinu. Hækkunin er sú fyrsta sem seðlabankinn ræðst í síðan 2011.

Ákvörðun bankans kemur sérfræðingum og mörkuðum nokkuð á óvart þar sem hagfræðingar bjuggust einungis við um 0,25 prósent hækkun stýrivaxta.

Hækkunin kemur í kjölfar stýrivaxtahækkana hjá bæði Seðlabanka Bandaríkjanna og Englandsbanka. Í Bandaríkjunum hefur verðbólga ekki verið jafn há og nú í áratugi. Svipaða sögu er að segja á Englandi þar sem verðbólgan er komin upp í 9,4 prósent.

Christine Lagarde, seðlabankastjóra Seðlabanka Evrópu, líst ekkert á blikuna vegna aukinnar verðbólgu og hækkandi vöruverðs.AP/Michael Probst

Að sögn forsvarsmanna Seðlabanka Evrópu var stýrivaxtahækkunin nauðsynleg til að minnka þrýsting á verði næstu tvö árin.

Christine Lagarde, seðlabankastjóri Seðlabanka Evrópu, segir að verðbólga muni áfram haldast „óæskilega há vegna þrýstings frá orku- og matarverðs.“





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×