Viðskipti innlent

Miami lokað og nýs eiganda leitað

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Ólíkir heimar mætast í húsinu á Hverfisgötu sem hýsir bæði athvarf Framsóknarflokksins og skemmtistaðarins Miami.
Ólíkir heimar mætast í húsinu á Hverfisgötu sem hýsir bæði athvarf Framsóknarflokksins og skemmtistaðarins Miami. Vísir/Vilhelm

Skemmtistaðurinn Miami á Hverfisgötu hefur verið lokaður frá byrjun júlí og nú er nýs eiganda leitað til þess að taka við rekstri skemmtistaðarins. 

„Það er búið að ganga þokkalega þarna og þetta er góð söluvara  ef einhver vill taka á sig þá ábyrgð og álag sem fylgir því að reka skemmtistað," segir Húnbogi J. Andersen, lögmaður eigandans Róberts Óskars Sigurvaldasonar. Hann segir eigandann vilja nú kúpla sig úr skemmtistaðabransanum.

Róbert Óskar, eigandi staðarins, þvertekur þó fyrir að verið sé að loka staðnum í samtali við Vísi.

„Ég á húsnæðið og það voru drengir sem ætluðu að kaupa staðinn en stóðu ekki við sín kaup og þess vegna er staðurinn til sölu," sagði Róbert.

Að sögn starfsmanna hefur staðurinn verið lokaður frá síðustu mánaðarmótum. 

Auglýsingin sem birtist í Fréttablaðinu í dag.




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×