Unglingalandsmót UMFÍ snýst um gleði og samveru UMFÍ 18. júlí 2022 15:47 Unglingalandsmót UMFÍ fer fram á Selfossi 29. til 31. júlí. Skráning er í fullum gangi og stendur til mánudagsins 25. júlí. Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri móta UMFÍ, segir mótið langþráðan viðburð eftir tveggja ára hlé. Þar geti allir fundið eitthvað við sitt hæfi. „Það sem einkennir Unglingalandsmót UMFÍ er gleðin og við viljum halda í hana. Það þekkja allir okkar hugmyndafræði um vímulausa fjölskylduskemmtun, íþróttir og leikir á daginn og tónlist á kvöldin. Þarna verða 24 keppnisgreinar en við tökum önnur gildi framyfir harða keppni, Unglingalandsmót UMFÍ snýst um að allir geti tekið þátt á eigin forsendum í gleði og samveru með fjölskyldunni,“ útskýrir Ómar. Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri móta UMFÍ, segir mótið langþráðan viðburð Börn og ungmenni á aldrinum 11 til 18 ára geta skráð sig til leiks á unglingalandsmót UMFÍ og geta keppt í eins mörgum greinum og þau vilja. Ekki er skilyrði að vera skráður félagi í ungmenna- eða íþróttafélagi. „Það er ekkert mál að skrá sig þó þú sért ekki í ákveðnu liði, við sjáum um að raða saman í lið eins og þarf. Oft myndast mikil vinátta milli krakkanna svo þau eru jafnvel búin að setja saman lið sjálf fyrir næsta ár,“ segir Ómar. „Keppendur greiða eitt mótsgjald og fjölskyldur þeirra fá frítt tjaldstæði. Systkini, bæði yngri og eldri eru velkomin og mikil dagskrá verður í gangi, meðal annars tónleikar á hverju kvöldi með mörgum okkar þekktasta tónlistarfólki,“ útskýrir Ómar og leggur áherslu á samveru fjölskyldunnar. Á meðal tónlistarfólksins sem fram kemur eru Bríet, DJ Dóra Júlía, bræðurnir Frikki Dór og Jón Jónsson, Hr. Hnetusmjör, Stuðlabandið, Birnir og margir fleiri. Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson er meðal þeirra sem koma fram „Forvarnargildi Unglingalandsmótsins er afskaplega mikilvægt. Við sjáum það og heyrum á foreldrum og krökkunum líka hvað þetta skiptir miklu máli. Við fáum þakkir og tölvupósta sem ylja okkur sannarlega og segir okkur að við erum að gera góða hluti,“ segir Ómar en stór hópur fólks kemur að framkvæmd mótsins. „Þetta er um 400 manns, sjálfboðaliðar sem vinna í þessu. Um hundrað manns þarf til þess að sinna frjálsíþróttakeppninni eingöngu og svo eru 23 greinar eftir fyrir utan það. Svo þarf að huga að öryggisgæslu og björgunarsveitirnar hafa staðið með okkur vaktina allan sólarhringinn, margir aðila koma að veitingasölu og svo mætti lengi telja. Venjulega byrjum við undirbúning í september árið áður en nú má segja að undirbúningurinn hafi hafist 2019,“ segir Ómar en í tvígang hefur þurft að fresta unglingalandsmótinu vegna Covid. „Við vorum með allt klárt þegar við þurftum að taka þá ákvörðun í annað sinn í fyrra um að fresta mótinu, hún var erfið en skynsamleg. Það er því mikil gleði með að Unglingalandsmót UMFÍ fari loksins fram,“ segir Ómar. Allar upplýsingar um dagskrá, greinar í boði, afþreyinguna og tónleikana á kvöldin má finna á: www.ulm.is Frjálsar íþróttir Heilsa Krakkar Íþróttir barna Árborg Mest lesið Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Atvinnulíf „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ Atvinnulíf Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Viðskipti erlent „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnulíf Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ Atvinnulíf Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Viðskipti erlent Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Viðskipti erlent Ríkið gæti niðurgreitt losun flugfélaganna um þrjá milljarða Viðskipti innlent Mikill fjöldi fyrirtækja með ófullnægjandi netvarnir Viðskipti innlent Már nýr meðeigandi hjá Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sagði einhver fasteign á hjólum? Volvo EX90 reynsluakstur Enginn þarf að vera giftur lánunum sínum út lánstímann Ótrúlegar viðtökur á stuttum tíma Greiðsluáskorun Sinna verktöku hjá Wolt samhliða námi og öðrum störfum Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Langar meira í 911 T-Hybrid en bæði lungun sín Sjá meira
„Það sem einkennir Unglingalandsmót UMFÍ er gleðin og við viljum halda í hana. Það þekkja allir okkar hugmyndafræði um vímulausa fjölskylduskemmtun, íþróttir og leikir á daginn og tónlist á kvöldin. Þarna verða 24 keppnisgreinar en við tökum önnur gildi framyfir harða keppni, Unglingalandsmót UMFÍ snýst um að allir geti tekið þátt á eigin forsendum í gleði og samveru með fjölskyldunni,“ útskýrir Ómar. Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri móta UMFÍ, segir mótið langþráðan viðburð Börn og ungmenni á aldrinum 11 til 18 ára geta skráð sig til leiks á unglingalandsmót UMFÍ og geta keppt í eins mörgum greinum og þau vilja. Ekki er skilyrði að vera skráður félagi í ungmenna- eða íþróttafélagi. „Það er ekkert mál að skrá sig þó þú sért ekki í ákveðnu liði, við sjáum um að raða saman í lið eins og þarf. Oft myndast mikil vinátta milli krakkanna svo þau eru jafnvel búin að setja saman lið sjálf fyrir næsta ár,“ segir Ómar. „Keppendur greiða eitt mótsgjald og fjölskyldur þeirra fá frítt tjaldstæði. Systkini, bæði yngri og eldri eru velkomin og mikil dagskrá verður í gangi, meðal annars tónleikar á hverju kvöldi með mörgum okkar þekktasta tónlistarfólki,“ útskýrir Ómar og leggur áherslu á samveru fjölskyldunnar. Á meðal tónlistarfólksins sem fram kemur eru Bríet, DJ Dóra Júlía, bræðurnir Frikki Dór og Jón Jónsson, Hr. Hnetusmjör, Stuðlabandið, Birnir og margir fleiri. Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson er meðal þeirra sem koma fram „Forvarnargildi Unglingalandsmótsins er afskaplega mikilvægt. Við sjáum það og heyrum á foreldrum og krökkunum líka hvað þetta skiptir miklu máli. Við fáum þakkir og tölvupósta sem ylja okkur sannarlega og segir okkur að við erum að gera góða hluti,“ segir Ómar en stór hópur fólks kemur að framkvæmd mótsins. „Þetta er um 400 manns, sjálfboðaliðar sem vinna í þessu. Um hundrað manns þarf til þess að sinna frjálsíþróttakeppninni eingöngu og svo eru 23 greinar eftir fyrir utan það. Svo þarf að huga að öryggisgæslu og björgunarsveitirnar hafa staðið með okkur vaktina allan sólarhringinn, margir aðila koma að veitingasölu og svo mætti lengi telja. Venjulega byrjum við undirbúning í september árið áður en nú má segja að undirbúningurinn hafi hafist 2019,“ segir Ómar en í tvígang hefur þurft að fresta unglingalandsmótinu vegna Covid. „Við vorum með allt klárt þegar við þurftum að taka þá ákvörðun í annað sinn í fyrra um að fresta mótinu, hún var erfið en skynsamleg. Það er því mikil gleði með að Unglingalandsmót UMFÍ fari loksins fram,“ segir Ómar. Allar upplýsingar um dagskrá, greinar í boði, afþreyinguna og tónleikana á kvöldin má finna á: www.ulm.is
Frjálsar íþróttir Heilsa Krakkar Íþróttir barna Árborg Mest lesið Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Atvinnulíf „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ Atvinnulíf Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Viðskipti erlent „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnulíf Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ Atvinnulíf Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Viðskipti erlent Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Viðskipti erlent Ríkið gæti niðurgreitt losun flugfélaganna um þrjá milljarða Viðskipti innlent Mikill fjöldi fyrirtækja með ófullnægjandi netvarnir Viðskipti innlent Már nýr meðeigandi hjá Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sagði einhver fasteign á hjólum? Volvo EX90 reynsluakstur Enginn þarf að vera giftur lánunum sínum út lánstímann Ótrúlegar viðtökur á stuttum tíma Greiðsluáskorun Sinna verktöku hjá Wolt samhliða námi og öðrum störfum Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Langar meira í 911 T-Hybrid en bæði lungun sín Sjá meira