Innherji

Gildi kaus gegn því að stokka upp í stjórn Festar

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Gildi gerir grein fyrir framkvæmd hluthafastefnu sinnar eftir hvern hluthafafund í skráðu félagi. 
Gildi gerir grein fyrir framkvæmd hluthafastefnu sinnar eftir hvern hluthafafund í skráðu félagi.  VÍSIR/VILHELM

Gildi lífeyrissjóður, annars stærsti hluthafi Festar, kaus með óbreyttri stjórn á hluthafafundi smásölufélagsins sem var haldinn fyrr í dag. Þetta kemur fram á heimasíðu Gildis þar sem sjóðurinn greinir frá því að hann hafi greitt öllum sitjandi stjórnarmönnum atkvæði í margfeldiskosningunni sem var viðhöfð á fundinum. 

Niðurstaða fundarins var sú að einungis Guðjón Reynisson stjórnarformaður og Margrét Guðmundsdóttir héldu sætum sínum í stjórn Festar en Ástvaldur Jóhannsson, Sigrún Hjartardóttir og Þórey Guðmundsdóttir náðu ekki endurkjöri.

Þrír nýir stjórnarmenn Festar eru Magnús Júlí­us­son, aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Sigurlína Ingvarsdóttir, fjárfestir og fyrrverandi stjórnandi í tölvuleikjaframleiðslu hjá EA Sports, og Hjörleifur Pálsson, stjórnarformaður Sýnar.

Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar var ákveðið að Guðjón yrði áfram stjórnarformaður félagsins en Sigurlín verður varaformaður. 

Tilnefningarnefnd félagsins tilnefndi níu manns, þar af alla sitjandi stjórnarmenn. Þá voru fimm aðrir sem buðu sig fram til stjórnarsetu - einn frambjóðandi dró síðar framboð sitt til baka - en fáheyrt er að svo margir sækist eftir sæti í stjórn félags í kauphöllinni hér á landi.

Eins og fram kom í umfjöllun Innherja voru Lífeyrissjóðir starfsmanna ríkisins, stærsti hluthafinn, og Lífeyrissjóður verslunarmanna, þriðji stærsti hluthafinn, á því að stokka þyrfti upp í stjórninni. Þannig hafði Lífeyrissjóður verslunarmanna hafði frumkvæði að því að óska eftir að Hjörleifur Pálsson myndi gefa kost á sér til að taka sæti í stjórninni og framboð Sigurlínu Ingvarsdóttur njóta stuðnings Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins.

Á fundinum fyrr í dag setti LSR öll sín atkvæði á Sigurlínu í margfeldiskosningunni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.