Viðskipti innlent

Rebekka og Karen til liðs við Hér & Nú

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Rebekka Líf Albertsdóttir, til vinstri, og Karen Sigurlaugsdóttir, til hægri.
Rebekka Líf Albertsdóttir, til vinstri, og Karen Sigurlaugsdóttir, til hægri. aðsend

Rebekka Líf Albertsdóttir og Karen Sigurlaugsdóttir hafa slegist í hóp starfsmanna Hér & Nú, samskiptastofu. Gengið var frá ráðningu þeirra fyrir skemmstu. Rebekka Líf bætist í teymi grafískra hönnuða fyrirtækisins og Karen mun gegna nýrri stöðu birtingaráðgjafa.

Í tilkynningu segir að Rebekka hafi byrjað feril sinn á Morgunblaðinu árið 2010, þar sem hún sinnti umbroti, grafískri vinnslu og myndvinnslu. Rebekka hefur einnig starfað á Íslensku auglýsingastofunni og Expo auglýsingastofu. Síðast starfaði Rebekka á Fréttablaðinu á árunum 2016 til 2022. Ásamt því að hafa lokið BA-gráðu í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands er Rebekka með diplómu í ljósmyndun og sveinspróf í prentsmíðum frá Tækniskólanum.

Karen hefur áður starfað við markaðsmál erlendis, meðal annars hjá LVMH í Svíþjóð sem og Generation Mobility í Noregi. Síðast starfaði Karen hjá VORAR auglýsingastofu sem verkefnastjóri stafrænna miðla, en þar áður gegndi hún starfi viðskipta- og samfélagsmiðlastjóra hjá Hvíta húsinu. Karen er með BSc-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í markaðsfræði frá Stokkhólmsháskóla.

„Hér & Nú á sér langa sögu á íslenskum auglýsingamarkaði og hefur verið starfandi frá vormánuðum 1990. Hjá Hér & nú starfa nú tæplega 30 starfsmenn, bæði í höfuðstöðvunum í Bankastrætinu og útibúi fyrirtækisins í Brighton á Englandi,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×