Viðskipti innlent

Ó­lög­legt varnar­efni í vanillu­ís frá Häagen-Dazs

Bjarki Sigurðsson skrifar
Vanilluísinn sem er innkallaður.
Vanilluísinn sem er innkallaður. MAST

Matvælastofnun varar við neyslu á þremur framleiðslulotum af Häagen-Dazs vanilluís þar sem ólöglegt varnarefni hefur greinst í ísnum.

Í vanilluextraktinu sem notað er í ísnum hefur greinst etýlen oxíð sem er ólöglegt varnarefni. Því hefur Natan & Olsen, innflytjandi íssins, kallað hann inn með aðstoð heilbrigðiseftirlitsins í Reykjavík..

Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotur:

  • Vörumerki: Häagen-Dazs
  • Vöruheiti: Vanilla
  • Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: 6.10.2022, 3.3.2023, 29.3.2023
  • Nettómagn: 460 ml
  • Strikamerki: 3415581101928
  • Geymsluskilyrði: Frystivara
  • Framleiðandi: General Mills
  • Innflutningsfyrirtækið sem innkallar vöru: Nathan & Olsen, Klettagörðum 19, 104 Reykjavík.
  • Dreifing: Hagkaup (Akureyri, Eiðistorgi, Garðabæ, Kringlan, Skeifan, Smáralind, Spöng), Pétursbúð ehf., Hlíðarkaup Sauðárkróki, Skagfirðingabúð, Extra (Akureyri, Barónsstíg, Keflavík), Heimkaup og Melabúðin.




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×