Suðurverk átti lægsta boð í næsta áfanga vegarins yfir Dynjandisheiði Kristján Már Unnarsson skrifar 5. júlí 2022 14:41 Frá þjóðveginum um Dynjandisheiði. Arnar Halldórsson Suðurverk hf. í Kópavogi átti lægsta tilboð í nýbyggingu Vestfjarðavegar á 12,6 kílómetra kafla á Dynjandisheiði. Tilboð Suðurverks hljóðar upp á 2.455 milljónir króna sem var 1,8 prósent, eða 42 milljónum króna, yfir áætluðum verktakakostnaði upp á 2.412 milljónir króna. Þrjú tilboð bárust en þau voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag. Útboðið var auglýst á evrópska efnahagssvæðinu. Næstlægsta boð kom frá Íslenskum aðalverktökum hf. í Reykjavík, 2.653 milljónir króna, sem var 10 prósent yfir kostnaðaráætlun. Þriðja boðið og það hæsta átti Borgarverk ehf. í Borgarnesi, 2.994 millljónir króna, sem reyndist 24 prósent yfir áætlun. Suðurverksmenn þekkja vel til vegagerðar á Vestfjörðum. Þeir vinna núna að þverun Þorskafjarðar, breikkuðu Djúpveg í Hestfirði og Seyðisfirði og grófu Dýrafjarðargöng ásamt Metrostav. Þá þveraði Suðurverk einnig Kjálkafjörð og Mjóafjörð í Barðastrandarsýslum. Vegarkaflinn sem núna var boðinn út er 12,6 kílómetra langur og liggur um hæsta hluta heiðarinnar.Grafík/Stöð 2 Þetta er annar verkþátturinn í endurbyggingu Vestfjarðavegar milli Mjólkár í Arnarfirði og Flókalundar í Vatnsfirði. Íslenskir aðalverktakar eru langt komnir með fyrsta áfangann, sem var tvískiptur. Annarsvegar 4,3 kílómetra kafli í botni Arnarfjarðar, milli Mjólkár og Dynjanda, og er hann tilbúinn með bundnu slitlagi. Hins vegar er 5,7 kílómetra kafli upp úr Vatnsfirði að Bíldudalsgatnamótum í Helluskarði en sá kafli var síðar lengdur upp í 8,2 kílómetra. Búið er að klæða um helming kaflans og vonast til að síðari helmingurinn fái bundið slitlag fyrir verslunarmannahelgi. Kaflinn sem núna bætist við nær frá Norðdalsá, norðan Bíldudalsgatnamóta, og liggur um hæsta hluta heiðarinnar, um efstu hlíðar Geirþjófsfjarðar og norður fyrir sýslumörk. Vegurinn verður að mestu leyti byggður í nýju vegstæði en að hluta til í núverandi vegstæði, að því er fram kemur í útboðslýsingu. Inni í verkinu er einnig gerð námuvegar að námu í Trölladal og gerð tveggja áningarstaða. Framkvæmdatími er áætlaður tvö ár og gert ráð fyrir verklokum 15. júlí 2024. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í síðustu viku um kaflana sem eru að klárast: Vegagerð Samgöngur Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Vesturbyggð Umferðaröryggi Byggðamál Tengdar fréttir Malarköflum fækkar um tvo á hringleiðinni um Vestfirði Fyrsti kaflinn á Dynjandisheiði sem lagður er bundnu slitlagi var opnaður umferð um helgina og hefur malarköflum á Vestfjarðahringnum núna fækkað um átta kílómetra. 27. júní 2022 23:22 Vegagerðin býður út langan vegarkafla á Dynjandisheiði Þrettán kílómetra langur vegarkafli á hæsta hluta Dynjandisheiðar verður boðinn út á morgun. Samtímis er Vegagerðin að skoða málamiðlun að nýju vegstæði við fossinn Dynjanda til að hlífa sem mest bæði landslagi og fornminjum. 1. júní 2022 22:44 Hyggjast klára brúargólfið í Þorskafirði fyrir veturinn Smíði Þorskafjarðarbrúar, sem styttir Vestfjarðaveg um níu kílómetra, er komin vel á veg og er stefnt að því að brúargólfið verði tilbúið í haust. Verktakinn hefur leigt Bjarkalund undir vinnubúðir og verður hótelið lokað ferðamönnum næstu tvö árin. 6. júní 2022 22:26 Verktakinn byrjar þverun Þorskafjarðar í næstu viku Verksamningur milli Vegagerðarinnar og Suðurverks um þverun Þorskafjarðar var undirritaður í dag. Vegamálastjóri segir þetta lið í gríðarlegum samgöngubótum á Vestfjörðum sem stytti leiðina milli Reykjavíkur og Ísafjarðar um fimmtíu kílómetra. 8. apríl 2021 19:52 Hátíð í heilum fjórðungi þegar langþráð draumsýn rætist Flaggað var víða á Vestfjörðum í tilefni þess að síðasta haftið í Dýrafjarðagöngum var rofið í dag. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð gengið jafnvel hérlendis. 17. apríl 2019 20:00 Dofri bauð lægst í Dýrafjarðargöng Tékkneski verktakinn Metrostav og Suðurverk buðu lægst í Dýrafjarðargöng. Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, vonast til að hefjast handa síðsumars. 24. janúar 2017 18:30 Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Þrjú tilboð bárust en þau voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag. Útboðið var auglýst á evrópska efnahagssvæðinu. Næstlægsta boð kom frá Íslenskum aðalverktökum hf. í Reykjavík, 2.653 milljónir króna, sem var 10 prósent yfir kostnaðaráætlun. Þriðja boðið og það hæsta átti Borgarverk ehf. í Borgarnesi, 2.994 millljónir króna, sem reyndist 24 prósent yfir áætlun. Suðurverksmenn þekkja vel til vegagerðar á Vestfjörðum. Þeir vinna núna að þverun Þorskafjarðar, breikkuðu Djúpveg í Hestfirði og Seyðisfirði og grófu Dýrafjarðargöng ásamt Metrostav. Þá þveraði Suðurverk einnig Kjálkafjörð og Mjóafjörð í Barðastrandarsýslum. Vegarkaflinn sem núna var boðinn út er 12,6 kílómetra langur og liggur um hæsta hluta heiðarinnar.Grafík/Stöð 2 Þetta er annar verkþátturinn í endurbyggingu Vestfjarðavegar milli Mjólkár í Arnarfirði og Flókalundar í Vatnsfirði. Íslenskir aðalverktakar eru langt komnir með fyrsta áfangann, sem var tvískiptur. Annarsvegar 4,3 kílómetra kafli í botni Arnarfjarðar, milli Mjólkár og Dynjanda, og er hann tilbúinn með bundnu slitlagi. Hins vegar er 5,7 kílómetra kafli upp úr Vatnsfirði að Bíldudalsgatnamótum í Helluskarði en sá kafli var síðar lengdur upp í 8,2 kílómetra. Búið er að klæða um helming kaflans og vonast til að síðari helmingurinn fái bundið slitlag fyrir verslunarmannahelgi. Kaflinn sem núna bætist við nær frá Norðdalsá, norðan Bíldudalsgatnamóta, og liggur um hæsta hluta heiðarinnar, um efstu hlíðar Geirþjófsfjarðar og norður fyrir sýslumörk. Vegurinn verður að mestu leyti byggður í nýju vegstæði en að hluta til í núverandi vegstæði, að því er fram kemur í útboðslýsingu. Inni í verkinu er einnig gerð námuvegar að námu í Trölladal og gerð tveggja áningarstaða. Framkvæmdatími er áætlaður tvö ár og gert ráð fyrir verklokum 15. júlí 2024. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í síðustu viku um kaflana sem eru að klárast:
Vegagerð Samgöngur Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Vesturbyggð Umferðaröryggi Byggðamál Tengdar fréttir Malarköflum fækkar um tvo á hringleiðinni um Vestfirði Fyrsti kaflinn á Dynjandisheiði sem lagður er bundnu slitlagi var opnaður umferð um helgina og hefur malarköflum á Vestfjarðahringnum núna fækkað um átta kílómetra. 27. júní 2022 23:22 Vegagerðin býður út langan vegarkafla á Dynjandisheiði Þrettán kílómetra langur vegarkafli á hæsta hluta Dynjandisheiðar verður boðinn út á morgun. Samtímis er Vegagerðin að skoða málamiðlun að nýju vegstæði við fossinn Dynjanda til að hlífa sem mest bæði landslagi og fornminjum. 1. júní 2022 22:44 Hyggjast klára brúargólfið í Þorskafirði fyrir veturinn Smíði Þorskafjarðarbrúar, sem styttir Vestfjarðaveg um níu kílómetra, er komin vel á veg og er stefnt að því að brúargólfið verði tilbúið í haust. Verktakinn hefur leigt Bjarkalund undir vinnubúðir og verður hótelið lokað ferðamönnum næstu tvö árin. 6. júní 2022 22:26 Verktakinn byrjar þverun Þorskafjarðar í næstu viku Verksamningur milli Vegagerðarinnar og Suðurverks um þverun Þorskafjarðar var undirritaður í dag. Vegamálastjóri segir þetta lið í gríðarlegum samgöngubótum á Vestfjörðum sem stytti leiðina milli Reykjavíkur og Ísafjarðar um fimmtíu kílómetra. 8. apríl 2021 19:52 Hátíð í heilum fjórðungi þegar langþráð draumsýn rætist Flaggað var víða á Vestfjörðum í tilefni þess að síðasta haftið í Dýrafjarðagöngum var rofið í dag. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð gengið jafnvel hérlendis. 17. apríl 2019 20:00 Dofri bauð lægst í Dýrafjarðargöng Tékkneski verktakinn Metrostav og Suðurverk buðu lægst í Dýrafjarðargöng. Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, vonast til að hefjast handa síðsumars. 24. janúar 2017 18:30 Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Malarköflum fækkar um tvo á hringleiðinni um Vestfirði Fyrsti kaflinn á Dynjandisheiði sem lagður er bundnu slitlagi var opnaður umferð um helgina og hefur malarköflum á Vestfjarðahringnum núna fækkað um átta kílómetra. 27. júní 2022 23:22
Vegagerðin býður út langan vegarkafla á Dynjandisheiði Þrettán kílómetra langur vegarkafli á hæsta hluta Dynjandisheiðar verður boðinn út á morgun. Samtímis er Vegagerðin að skoða málamiðlun að nýju vegstæði við fossinn Dynjanda til að hlífa sem mest bæði landslagi og fornminjum. 1. júní 2022 22:44
Hyggjast klára brúargólfið í Þorskafirði fyrir veturinn Smíði Þorskafjarðarbrúar, sem styttir Vestfjarðaveg um níu kílómetra, er komin vel á veg og er stefnt að því að brúargólfið verði tilbúið í haust. Verktakinn hefur leigt Bjarkalund undir vinnubúðir og verður hótelið lokað ferðamönnum næstu tvö árin. 6. júní 2022 22:26
Verktakinn byrjar þverun Þorskafjarðar í næstu viku Verksamningur milli Vegagerðarinnar og Suðurverks um þverun Þorskafjarðar var undirritaður í dag. Vegamálastjóri segir þetta lið í gríðarlegum samgöngubótum á Vestfjörðum sem stytti leiðina milli Reykjavíkur og Ísafjarðar um fimmtíu kílómetra. 8. apríl 2021 19:52
Hátíð í heilum fjórðungi þegar langþráð draumsýn rætist Flaggað var víða á Vestfjörðum í tilefni þess að síðasta haftið í Dýrafjarðagöngum var rofið í dag. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð gengið jafnvel hérlendis. 17. apríl 2019 20:00
Dofri bauð lægst í Dýrafjarðargöng Tékkneski verktakinn Metrostav og Suðurverk buðu lægst í Dýrafjarðargöng. Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, vonast til að hefjast handa síðsumars. 24. janúar 2017 18:30