ÓX fékk Michelin-stjörnu og DILL hélt sinni Árni Sæberg skrifar 4. júlí 2022 16:51 Þráinn Freyr er stofnandi og einn eigenda ÓX. Aðsend Tilkynnt var um það rétt í þessu að veitingastaðurinn ÓX á Laugavegi í Reykjavík hefði hlotið hina eftirsóttu Michelin-stjörnu. Veitingastaðurinn DILL hélt sinni stjörnu. Rúnar Pierre Heriveaux yfirkokkur og Þráinn Freyr Vigfússon stofnandi og einn eigenda ÓX tóku við viðurkenningunni fyrir hönd veitingastaðarins á hátíðlegri athöfn í Stafangri í Noregi rétt í þessu. Nú hafa allir staðirnir sem bætast í flóru Michelin-stjörnustaða á Norðurlöndunum með eina stjörnu. Vísir greindi frá því í morgun að Þráinn Freyr hefði farið ásamt fylgdarliði til Stafangurs. Þar er einnig Gunnar Karl Gíslason, stofnandi og einn eigenda Dill, sem hélt stjörnunni sem staðnum var veitt fyrir tveimur árum. Þráinn Freyr sagðist á athöfninni í dag vera stoltur að feta í fótspor Gunnars Karls, eða Gunna Kalla eins og Þráinn kallar hann. Í fréttinni hér að neðan má sjá upptöku af athöfninni. Dill hlaut einnig græna stjörnu sem er viðurkenning fyrir þá veitingastaði sem taldir eru skara fram úr í sjálbærri matargerð. Michelin Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið
Rúnar Pierre Heriveaux yfirkokkur og Þráinn Freyr Vigfússon stofnandi og einn eigenda ÓX tóku við viðurkenningunni fyrir hönd veitingastaðarins á hátíðlegri athöfn í Stafangri í Noregi rétt í þessu. Nú hafa allir staðirnir sem bætast í flóru Michelin-stjörnustaða á Norðurlöndunum með eina stjörnu. Vísir greindi frá því í morgun að Þráinn Freyr hefði farið ásamt fylgdarliði til Stafangurs. Þar er einnig Gunnar Karl Gíslason, stofnandi og einn eigenda Dill, sem hélt stjörnunni sem staðnum var veitt fyrir tveimur árum. Þráinn Freyr sagðist á athöfninni í dag vera stoltur að feta í fótspor Gunnars Karls, eða Gunna Kalla eins og Þráinn kallar hann. Í fréttinni hér að neðan má sjá upptöku af athöfninni. Dill hlaut einnig græna stjörnu sem er viðurkenning fyrir þá veitingastaði sem taldir eru skara fram úr í sjálbærri matargerð.
Michelin Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið