Viðskipti innlent

Ógreiddar kröfur rúmlega 120 milljónir

Bjarki Sigurðsson skrifar
Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta eftir að beiðni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna var samþykkt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta eftir að beiðni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna var samþykkt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Samsett mynd

Ógreiddar kröfur í þrotabú bakarís Jóa Fel námu rúmlega 120 milljónum króna. Lýstar kröfur í búið námu 333 milljónum króna en samþykktar kröfur voru 140 milljónir. Tæpar tuttugu milljónir fengust upp í samþykktar kröfur.

Skiptum á búi Hjá Jóa Fel – Brauð/kökulist ehf. lauk þann 28. júní síðastliðinn. Lýstar kröfur í búið voru 333 milljónir en af þeim voru kröfur upp á 140 milljónir króna samþykktar. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu.

Búið var tekið til gjaldþrotaskipta þann 23. september árið 2020 og var Grímur Sigurðsson lögmaður skipaður skiptastjóri á búinu samdægurs. Rúmum tveimur vikum seinna baðst hann lausnar á skipun sinni sem skiptastjóri og var Arnar Þór Stefánsson hæstaréttarlögmaður skipaður skiptastjóri í kjölfarið.

Félagið var tekið til skipta eftir að gjaldþrotabeiðni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna var samþykkt en félagið hafði ekki greitt iðgjöld af launum starfsfólk þrátt fyrir að hafa innheimt þau.

Jói Fel rak sex bakarí á höfuðborgarsvæðinu á sínum tíma, í JL-húsinu, Smáralind, Garðabæ, Borgartúni, Spönginni og í Holtagörðum þar sem öll framleiðsla fór fram.


Tengdar fréttir

Kröfuhafar Jóa Fel hafa tvo mánuði

Skiptastjóri í þrotabúi bakarískeðjunnar Jóa Fel skorar á alla sem telja sig eiga inni fé, réttindi eða eignir í búinu að lýsa kröfum sínum í búið á næstu tveimur mánuðum.

Starfsfólk Jóa Fel sagt skulda hundruð þúsunda

Fyrrverandi starfsmönnum bakarískeðjunnar Jóa Fel sem fór á dögunum í gjaldþrot hefur borist kröfubréf um óuppgreidda skuld starfsmanna við fyrirtækið. Bréfið er sent frá skiptastjóra þrotabúsins en engar skýringar koma fram í bréfinu hvers vegna starfsfólkið skuldi peningana.

Bakarí Jóa Fel gjaldþrota

Bakarísrekstur Jóhannesar Felixssonar, Jóa Fel, er kominn í þrot. Gjaldþrotabeiðni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna var samþykkt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×