Viðskipti erlent

Fyrsta Bar­bie­dúkkan sem er trans konu til heiðurs

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Laverne Cox er fyrsta trans konan sem fær að hanna sína eigin Barbí dúkku
Laverne Cox er fyrsta trans konan sem fær að hanna sína eigin Barbí dúkku Vinstri: Getty/Axelle/Bauer-Griffin/ Hægri: Mynd frá Mattel

Aktívistinn og leikkonan Laverne Cox verður að Barbiedúkku en þetta er í fyrsta sinn sem Mattel hefur búið til dúkku trans konu til heiðurs.

Í samtali við Teen Vogue segir Cox að það hafi verið langþráður draumur hennar að vinna með Barbie og fá að hanna sína eigin dúkku. Hún segist vonast til þess að aðdáendur hennar geti horft á dúkkuna og látið sig dreyma um allt það sem þá langi til. Cox segir mikilvægt að láta sig dreyma og kalla að sér það góða.

Leikkonan leggur áherslu á að í núverandi ástandi þar sem ráðist sé á trans börn geti dúkkan kannski búið til rými fyrir þau til þess að fagna því að vera trans og sjá allt það fallega sem felst í því að vera trans.

Í lýsingu á dúkkunni á heimasíðu Mattel segir, „Laverne Cox nýtir rödd sína til þess að koma frá sér þeim skilaboðum að fólk ætti að lifa meira samkvæmt sínum ósvikna kjarna.“





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×