Viðskipti innlent

Kol­brúnu sagt upp störfum á Frétta­blaðinu

Árni Sæberg skrifar
Kolbrún Bergþórsdóttir hefur verið í blaðamennsku heillengi.
Kolbrún Bergþórsdóttir hefur verið í blaðamennsku heillengi.

Kolbrúnu Bergþórsdóttur hefur verið sagt upp störfum á Fréttablaðinu. Hún segir það ekki hafa komið sér sérstaklega á óvart.

Kolbrún staðfestir þetta í samtali við Vísi en vill lítið tjá sig frekar um málið. „Ég hef verið í blaðamennsku í 25 ár og hef það sem prinsipp að hætta alltaf í góðu, hvernig sem aðstæður eru,“ segir hún.

Samkvæmt heimildum Vísis var Kolbrúnu sagt upp störfum að ósk ritstjóra og ástæða þess sé skipulagsbreytingar og hagræðingar.

Hvorki hefur náðst í Sigmund Erni Rúnarsson, ritstjóra Fréttablaðsins, né Jón Þórisson, forstjóra útgáfufélagsins Torgs ehf, við vinnslu fréttarinnar.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.