Viðskipti innlent

Heim­kaup hefja á­fengis­sölu í heimsendingu

Árni Sæberg skrifar
„Þetta eru tímamót að mörgu leyti og ánægjulegt að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á þessa eðlilegu og sjálfsögðu þjónustu fram á kvöld á virkum dögum og báða helgardagana að auki,“ er haft eftir Pálma Jónssyni, forstjóra Heimkaupa.
„Þetta eru tímamót að mörgu leyti og ánægjulegt að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á þessa eðlilegu og sjálfsögðu þjónustu fram á kvöld á virkum dögum og báða helgardagana að auki,“ er haft eftir Pálma Jónssyni, forstjóra Heimkaupa. wedo

Vefverslunin Heimkaup hefur bæst í flóru þeirra fyrirtækja sem selja áfengi yfir netið hér á landi. Verðlagning er svipuð og í ÁTVR.

Heimkaup byrjaði í dag að dreifa bjór, léttvíni og öðru áfengi í heimsendingu, en með þessum hætti geta neytendur nú nálgast mikið úrval matar og víns alla daga vikunnar og fengið sent heim samdægurs. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Heimkaupum.

„Þetta eru tímamót að mörgu leyti og ánægjulegt að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á þessa eðlilegu og sjálfsögðu þjónustu fram á kvöld á virkum dögum og báða helgardagana að auki. Það er löngu tímabært að bjóða upp á úrval af bjór og léttum vínum í vefverslun okkar og ég er viss um að viðtökurnar verða góðar,“ er haft eftir Pálma Jónssyni, forstjóra Heimkaupa.

Danskur milliliður

Líkt og alþjóð veit er ÁTVR eina innlenda fyrirtækið sem má selja áfengi beint til neytenda og því verður það danska fyrirtækið Heimkaup ApS sem selur áfengið en Heimkaup (Wedo ehf) dreifir vörunni.

Áfengiskaupaaldur hér á landi er tuttugu ár og segjast Heimkaup munu fylgja honum í hvívetna.

„Við erum með strangt eftirlit hvað þessa áfengissölu varðar. Viðskiptavinur þarf að samþykkja söluna með rafrænum skilríkjum og aðeins aðilar sem geta sýnt fram á löglegan aldur með skilríkjum fá hana afhenta,“ er haft eftir Pálma.

Fyrst um sinn verður hægt að kaupa og fá sent áfengi frá innlendum birgjum.

Frá og með deginum í dag er hægt að fá vín sent heim með matnum frá Heimkaupum.Heimkaup

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.