Viðskipti innlent

Útgerðarfélag Akureyringa selur línuskipið Önnu EA 305

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Anna EA 305 seld

Útgerðarfélag Akureyringa hefur selt línuskipið Önnu EA 305 til kanadíska fyrirtækisins Arctic Fishery Alliance. Að sögn Kristjáns Vilhelmssonar, útgerðarstjóra Samherja, er helsta ástæða sölunnar að útgerðin borgaði sig ekki fjárhagslega og því hafi þótt rökrétt að selja skipið.

Skipið Anna EA 305 var smíðað í Noregi 2001 og endurnýjað 2008. Lengd skipsins er 52 metrar og breiddin 11 metrar.

Kristján Vilhelmsson útgerðarstjóri Samherja segir að nokkrar útgerðir hafi sýnt áhuga á að kaupa skipið eftir að það var sett á söluská. Þá sagði hann skipið ekki hafa stundað veiðar í nokkurn tíma og helsta ástæða sölunnar hafi veirð að útgerðin borgaði sig ekki.

Anna hefur ekki stundað línuveiðar í nokkurn tíma.Samherji

„Anna er mjög gott línuveiðiskip, sérstaðan er meðal annars sú að línan er dregin í gegnum brunn sem er á miðju skipsins. Helsta ástæða sölunnar er að útgerðin borgaði sig ekki fjárhagslega og þess vegna þótti okkur rökrétt að selja. Anna hefur ekki stundað veiðar í nokkurn tíma og skipverjar eru komnir yfir á önnur skip Útgerðarfélags Akureyringa eða Samherja,“ segir Kristján Vilhelmsson.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×