Viðskipti innlent

Ólíklegt að brugghús geti hafið sölu strax á föstudag

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Lauf­ey Sif Lárus­dóttir er for­maður Sam­taka ís­lenskra hand­verks­brugg­húsa.
Lauf­ey Sif Lárus­dóttir er for­maður Sam­taka ís­lenskra hand­verks­brugg­húsa.

Smá brugghús óttast að geta ekki hafið sölu á bjór út úr húsi þann 1. júlí eins og boðað var með breytingu á áfengislögum. Bið eftir reglugerð og langt ferli leyfisveitinga í gegn um sýslumann virðast tefja málið.

Lögunum var breytt rétt fyrir þing­­lok og hand­­verks­brugg­húsum heimilt að selja á­­fengi frá fram­­leiðslu­­stað frá og með 1. júlí.

Þessu var víða fagnað og hafa margir beðið spenntir eftir næsta föstu­­dag, sem ein­hverjir þing­­menn stungu meira að segja upp á að yrði haldinn há­­tíð­­legur sem brugg­hús­­dagurinn. Þetta virðist þó ekki ætla að ganga eftir.

„Við erum kannski ekki að horfa á fyrsta júlí, að salan muni hefjast þá, því miður. Við erum kannski frekar að horfa á 1. ágúst eða 1. septem­ber,“ segir Lauf­ey Sif Lárus­dóttir, for­maður Sam­taka ís­lenskra hand­verks­brugg­húsa.

Lögin, sem voru sam­þykkt kveða á um að brugg­hús sem fram­leiða 500 þúsund lítra eða minna á ári megi selja á­fengi út úr húsi beint frá fram­leiðslu­stað og losna þannig við ÁTVR sem milli­lið.

Fréttastofa tók hús á Ægisgarði, handverksbrugghúsi, um miðjan mánuð eftir að lögin voru samþykkt:

Allt í kring um söluna er þó í höndum ráð­herra að út­færa með reglu­gerð og því alls ó­ljóst hvort brugg­húsin megi til dæmis selja langt fram á kvöld svo dæmi sé tekið.

Lauf­ey segir mikil­vægt að reglu­gerðin verði vel unnin og telur töfina ekki endi­lega slæma ef af henni verður.

„Það er mikil­vægt að við séum að fara inn í þetta og allir viti hundrað prósent hvernig málin ganga fyrir sig upp á magn, af­greiðslu­tíma, stað­setningu, af­hendingu og svo fram­vegis,“ segir Lauf­ey Sif. Þrátt fyrir töfina bendir hún á að brugg­húsin verði væntan­lega farin að selja fyrir haust og það sé mikil­vægur tími í ferða­þjónustunni og fyrir Ís­lendinga.

Boltinn hjá sveitarfélögum

Það sem tefur málið þó lík­lega mest er sú stað­reynd að brugg­húsin verða að fá leyfi í gegn um sýslu­mann fyrir sölunni.

Eyðu­blað fyrir leyfis­um­sókninni er ekki enn til­búið.

„Frá því að við sendum um­sóknina inn í gegn um þetta blað sem er ekki enn þá alveg til­búið, þá getur síðan tekið smá tíma fyrir sveitar­fé­lögin að taka á­kvörðun og heimila þessa sölu á fram­leiðslu­stað,“ segir Lauf­ey Sif.

Sam­kvæmt reglum verður sýslu­maður að fá um­sagnir sveitar­fé­laga áður en leyfir er veitt. Sveitar­fé­lögin fá alla­vega þrjár vikur til að skila um­sögnum sínum og safna um­sögnum ýmissa eftir­lits­aðila og á­kvarða hvort æski­legt sé að leyfa verslun frá brugg­húsunum.

Lauf­ey bendir þá á að mjög stór hluti starfs­fólks sveitar­fé­laga sé á leið í sumar­frí, sem gæti tafið málið enn frekar. En Lauf­ey er sátt með haustið, sem fyrr segir, þó hún hafi heyrt frá mörgum sem voru spenntir að geta skotist út í brugg­hús strax næsta föstu­dag til að kaupa bjór.


Tengdar fréttir

Hægt að nálgast ó­dýrari bjór eftir laga­breytinguna

Stærsta breyting á áfengislögum frá því að bjórbanninu var aflétt var samþykkt í gær. Bruggarar eru himinlifandi með áfangann en vona að þetta sé aðeins fyrsta skrefið í átt að frjálsum áfengismarkaði á Íslandi.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×