Viðskipti erlent

„Frá Sviss“ hverfur af um­búðum Toblerone

Atli Ísleifsson skrifar
Framleiðsla á Toblerone-súkkulaði hófst af Tobler-fjölskyldunni í svissnesku höfuðborginni Bern árið 1908.
Framleiðsla á Toblerone-súkkulaði hófst af Tobler-fjölskyldunni í svissnesku höfuðborginni Bern árið 1908. Getty

Toblerone-súkkulaði hefur alla tíð einungis verið framleitt í Sviss, en framleiðandinn hyggur nú á opnun nýrrar verksmiðju í Slóvakíu. Svissnesk lög kveða á um að vegna þessa þurfi nú að breyta því sem stendur á umbúðunum.

Vegna hinnar nýju verksmiðju í Slóvakíu mun framleiðandi þessa vinsæla súkkulaðis þurfa að fjarlægja textann um að varan komi „frá Sviss“ (e. „of Switzerland“), en til að fá að flagga slíku þurfa framleiðslustaðir vörunnar, lögum samkvæmt, allir að vera landinu.

Framleiðsla á Toblerone-súkkulaði hófst af Tobler-fjölskyldunni í svissnesku höfuðborginni Bern árið 1908. Súkkulaðið, sem er þríhyrningslaga og á þannig að minna neytendur á svissneska alpatoppa, hefur svo verið framleitt í Bern æ síðan. Var það fjallið Matterhorn sem veitii Tobler-fjölskyldunni innblástur fyrir lögun súkkulaðisins.

Toblerone er nú í eigu bandaríska sælgætisrisans Mondelez og er ætlunin með hinni nýju verksmiðju í Slóvakíu að mæta aukinni eftirspurn. Áfram verði þó fjárfest í hinni upprunalegu verksmiðju í Bern. Mondelez rekur nú þegar verksmiðjur í Slóvakíu þar sem Milka og Suchard súkkulaði er framleitt.

Framleiðandinn segir að breytingar verði gerðar á orðalaginu á umbúðum Toblerone frá og með næsta ári, og verði súkkulaðinu framvegis lýst þannig að það eigi „uppruna sinn í Sviss“.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.