Íslandsbanki herðir reglur um viðskipti starfsmanna Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. júní 2022 17:24 Íslandsbanki herðir reglur sínar um viðskipti starfsmanna, bæði almennra starfsmanna og miðlara. Vísir/Vilhelm Íslandsbanki herti reglur sínar um bankaviðskipti starfsmanna bankans þann 15. júní síðastliðinn. Með breytingunum er starfsmönnum einungis heimilt að eiga viðskipti með hlutabréf og skuldabréf bankans á opnu viðskiptatímabili og miðlurum bankans er alfarið meinað að versla með eigin reikning. Vísi var bent á að nýlega hafi Íslandsbanki ákveðið að herða reglur sínar um viðskipti bankastarfsmanna allverulega. Jafnframt barst Vísi til eyrna að sumir starfsmenn bankans væru óánægðir með breytingarnar, verið væri að herða reglurnar um of, sérstaklega að miðlurum bankans. Vænta má að þessar hertu reglur komi í kjölfar hinna miklu viðbragða almennings og sérfræðinga við útboðið á hlut bankans í mars. Í kjölfar breytinganna geta starfsmenn einungis verslað með hlutabréf og skuldabréf í Íslandsbanka á opnu viðskiptatímabili, þ.e. 30 dögum eftir birtingu uppgjöra bankans og miðlurum er óheimilt að eiga verðbréfaviðskipti fyrir eigin reikning. Þá segir að í þeim útboðum þar sem bankinn er sjálfur útgefandi eða umsjónaraðili taki framkvæmdastjórn fyrirfram afstöðu til þess hvort starfsmönnum sé heimiluð þátttaka. Blaðamaður hafði samband við fulltrúa bankans til að spyrjast fyrir um breytingarnar á reglunumen í svari frá bankanum segir að tilgangur breytinganna hafi verið að koma í veg fyrir hagsmunaárekstur og að þær hafi verið gerðar til að reglurnar væru hafðar yfir allan vafa. Að neðan má sjá svörin frá bankanum varðandi hinar breyttu reglur. Hér eru breytingarnar sem gerðar voru á reglum bankans er snúa að viðskiptum starfsmanna með fjármálagerninga. Tilgangur þeirra er að koma í veg fyrir hagsmunaárekstur og voru breytingar gerðar til þess að reglurnar væru hafðar yfir allan vafa. Starfsmönnum er einungis heimilt að eiga viðskipti með hlutabréf/skuldabréf í Íslandsbanka á opnu viðskiptatímabili (þ.e. 30 dögum eftir birtingu uppgjöra bankans) og í almennum útboðum til almennra fjárfesta. Rétt er að benda á að þessar reglur eiga við alla starfsmenn bankans og nána fjölskyldumeðlimi, sjá nánar í reglunum. Starfsmönnum verðbréfamiðlunar og eigin viðskipta er óheimilt að eiga verðbréfaviðskipti fyrir eigin reikning. Í almennum útboðum þar sem bankinn er sjálfur útgefandi eða umsjónaraðili tekur framkvæmdastjórn fyrirfram afstöðu til þess hvort starfsmönnum sé almennt heimil þátttaka. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Tengdar fréttir Eigendur og starfsmenn umsjónaraðila útboðs meðal kaupenda Eigandi helmingshlutar í Íslenskum verðbréfum sem sá meðal annars um að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka keypti fyrir tugi milljóna króna í bankanum. Starfsmaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka sem var líka umsjónaraðili útboðsins keypti hlut en er ekki talinn innherji að mati stjórnenda bankans. 7. apríl 2022 12:24 Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Vísi var bent á að nýlega hafi Íslandsbanki ákveðið að herða reglur sínar um viðskipti bankastarfsmanna allverulega. Jafnframt barst Vísi til eyrna að sumir starfsmenn bankans væru óánægðir með breytingarnar, verið væri að herða reglurnar um of, sérstaklega að miðlurum bankans. Vænta má að þessar hertu reglur komi í kjölfar hinna miklu viðbragða almennings og sérfræðinga við útboðið á hlut bankans í mars. Í kjölfar breytinganna geta starfsmenn einungis verslað með hlutabréf og skuldabréf í Íslandsbanka á opnu viðskiptatímabili, þ.e. 30 dögum eftir birtingu uppgjöra bankans og miðlurum er óheimilt að eiga verðbréfaviðskipti fyrir eigin reikning. Þá segir að í þeim útboðum þar sem bankinn er sjálfur útgefandi eða umsjónaraðili taki framkvæmdastjórn fyrirfram afstöðu til þess hvort starfsmönnum sé heimiluð þátttaka. Blaðamaður hafði samband við fulltrúa bankans til að spyrjast fyrir um breytingarnar á reglunumen í svari frá bankanum segir að tilgangur breytinganna hafi verið að koma í veg fyrir hagsmunaárekstur og að þær hafi verið gerðar til að reglurnar væru hafðar yfir allan vafa. Að neðan má sjá svörin frá bankanum varðandi hinar breyttu reglur. Hér eru breytingarnar sem gerðar voru á reglum bankans er snúa að viðskiptum starfsmanna með fjármálagerninga. Tilgangur þeirra er að koma í veg fyrir hagsmunaárekstur og voru breytingar gerðar til þess að reglurnar væru hafðar yfir allan vafa. Starfsmönnum er einungis heimilt að eiga viðskipti með hlutabréf/skuldabréf í Íslandsbanka á opnu viðskiptatímabili (þ.e. 30 dögum eftir birtingu uppgjöra bankans) og í almennum útboðum til almennra fjárfesta. Rétt er að benda á að þessar reglur eiga við alla starfsmenn bankans og nána fjölskyldumeðlimi, sjá nánar í reglunum. Starfsmönnum verðbréfamiðlunar og eigin viðskipta er óheimilt að eiga verðbréfaviðskipti fyrir eigin reikning. Í almennum útboðum þar sem bankinn er sjálfur útgefandi eða umsjónaraðili tekur framkvæmdastjórn fyrirfram afstöðu til þess hvort starfsmönnum sé almennt heimil þátttaka.
Hér eru breytingarnar sem gerðar voru á reglum bankans er snúa að viðskiptum starfsmanna með fjármálagerninga. Tilgangur þeirra er að koma í veg fyrir hagsmunaárekstur og voru breytingar gerðar til þess að reglurnar væru hafðar yfir allan vafa. Starfsmönnum er einungis heimilt að eiga viðskipti með hlutabréf/skuldabréf í Íslandsbanka á opnu viðskiptatímabili (þ.e. 30 dögum eftir birtingu uppgjöra bankans) og í almennum útboðum til almennra fjárfesta. Rétt er að benda á að þessar reglur eiga við alla starfsmenn bankans og nána fjölskyldumeðlimi, sjá nánar í reglunum. Starfsmönnum verðbréfamiðlunar og eigin viðskipta er óheimilt að eiga verðbréfaviðskipti fyrir eigin reikning. Í almennum útboðum þar sem bankinn er sjálfur útgefandi eða umsjónaraðili tekur framkvæmdastjórn fyrirfram afstöðu til þess hvort starfsmönnum sé almennt heimil þátttaka.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Tengdar fréttir Eigendur og starfsmenn umsjónaraðila útboðs meðal kaupenda Eigandi helmingshlutar í Íslenskum verðbréfum sem sá meðal annars um að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka keypti fyrir tugi milljóna króna í bankanum. Starfsmaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka sem var líka umsjónaraðili útboðsins keypti hlut en er ekki talinn innherji að mati stjórnenda bankans. 7. apríl 2022 12:24 Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Eigendur og starfsmenn umsjónaraðila útboðs meðal kaupenda Eigandi helmingshlutar í Íslenskum verðbréfum sem sá meðal annars um að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka keypti fyrir tugi milljóna króna í bankanum. Starfsmaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka sem var líka umsjónaraðili útboðsins keypti hlut en er ekki talinn innherji að mati stjórnenda bankans. 7. apríl 2022 12:24