Körfubolti

Golden Sta­te NBA meistari árið 2022

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Stephen Curry, Klay Thompson og Golden State Warriors eru NBA meistarar árið 2022.
Stephen Curry, Klay Thompson og Golden State Warriors eru NBA meistarar árið 2022. Elsa/Getty Images

Golden State Warriors lagði Boston Celtics með 13 stiga mun í sjötta leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA deildairnnar í nótt, lokatölur 103-90 Warriors í vil. Um var að ræða fjórða sigur Golden State sem er þar með orðið NBA meistari árið 2022.

Það var ljóst fyrir leik næturinnar að Stephen Curry og félagar gætu orðið meistarar í Boston þar sem leikur næturinnar fór fram. 

Enn og aftur var það frábær varnarleikur sem skilaði Golden State sigrinum. Í tveimur af fyrstu þremur leikjum einvígisins skoraði Boston yfir 115 stig en síðan þá hefur liðið ekki komist yfir 100 stiga múrinn.

Heimamenn byrjuðu reyndar betur í nótt en í öðrum leikhluta var í raun orðið ljóst í hvað stefndi. Reynsla gestanna er kemur að því að vinna titla vó þungt enda var liðið þarna að vinna sinn fjórða titil á síðustu átta árum.

Staðan í hálfleik var 39-54 og ljóst að heimamenn þyrftu kraftaverk til að jafna metin í einvíginu. Sóknarleikur þeirra var í molum en það er ekki oft sem lið í NBA skora aðeins 39 stig í heilum hálfleik.

Heimamenn reyndu hvað þeir gátu en það dugði ekki til. Lokatölur 90-103 og Golden State Warriors er NBA meistari árið 2022.

Curry var langstigahæstur í liði Warriors með 34 stig ásamt því að bjóða upp á 7 stoðsendingar og 7 fráköst. Þar á eftir kom Andrew Wiggins með 18 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar.

Jordan Poole skoraði 18 stig á þeim stundarfjórðungi sem hann spilaði á meðan Draymond Green og Klay Thompson skoruðu 12 stig hvor. Green bauð einnig upp á 12 fráköst og 8 stoðsendingar.

Hjá Boston var Jaylen Brown einnig langstigahæstur með 34 stig ásamt 7 fráköstum og 3 stoðsendingum. Al Horford skoraði 19 stig og tók 14 fráköst en Jayson Tatum átti erfitt uppdráttar í nótt. Hann skoraði 13 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 3 fráköst.


NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.