Leiguverð sem hlutfall af launum ekki mælst lægra síðan 2013 Atli Ísleifsson skrifar 15. júní 2022 08:15 Í skýrslunni segir að meðalsölutími á íbúðum sem seldar voru á höfuðborgarsvæðinu í apríl hafi verið 34,7 dagar og hefur ekki mælst jafn stuttur frá upphafi mælinga. Vísir/Vilhelm Umsvif á fasteignamarkaði halda áfram að dragast saman og framboð af íbúðum til sölu er farið að aukast á nýjan leik eftir verulegan samdrátt allt frá því í maí 2020. Hátt hlutfall íbúða sem seldist á yfirverði í apríl og stuttur sölutími er hins vegar vísbending um að eftirspurnarþrýstingur hafi þó enn verið mikill í mánuðinum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar segir einnig að ýmsir mælikvarðar bendi til þess að betra sé að vera á leigumarkaði nú en oft áður. Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu í apríl sem hlutfall af launum sé það lægsta sem mælst hefur en gögnin ná aftur til byrjun árs 2013. Met slegin þegar kemur að hlutfalli eigna sem seljast yfir ásettu verði Í skýrslunni segir að meðalsölutími á íbúðum sem seldar voru á höfuðborgarsvæðinu í apríl hafi verið 34,7 dagar og hefur ekki mælst jafn stuttur frá upphafi mælinga. Þá kemur fram að meðalkaupverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu í apríl hafi verið 76,9 milljónir króna en í apríl á síðasta ári hafi það verið 60,6 milljónir króna. Íbúðir í fjölbýli seldust á að meðaltali á 67,4 milljónir króna, en íbúðir í sérbýli á 104,9 milljónir króna. „Aðeins virðist vera tekið að róast á fasteignamarkaði ef miðað er við fjölda kaupsamninga í apríl sl. Alls voru gefnir út 699 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði sem gera 752 þegar leiðrétt er fyrir reglubundnum árstíðarsveiflum. Svo fáir hafa kaupsamningar ekki verið í einum mánuði síðan í maí 2020 en þá hafði tímabundið dregið úr umsvifum á íbúðamarkaði í upphafi samkomutakmarkanna. Enn virðist þó mikill eftirspurnarþrýstingur vera til staðar. Þrátt fyrir minnkandi umsvif var met slegið í apríl, annan mánuðinn í röð, þegar 54% íbúða á landinu seldust yfir ásettu verði. Á höfuðborgarsvæðinu seldust 65% íbúða í fjölbýli yfir ásettu verði og 53% sérbýla. Á landsbyggðinni seldust 48% íbúða í fjölbýli og 32% sérbýla yfir ásettu verði. Í öllum tilfellum er um met að ræða,“ segir um stöðuna á fasteignamarkaði. Leiguverð sem hlutfall af launum aldrei mælst lægra Um stöðuna á leigumarkaði segir að ýmsir mælikvarðar bendi til þess að betra sé að vera á leigumarkaði nú en oft áður. Það gæti þó snúist við á næstu misserum. „Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur farið lækkandi á föstu verðlagi frá því í byrjun árs. Nú er leiguverðið orðið lægra en fyrir ári síðan og hefur það ekki mælst lægra að raunvirði síðan í ágústmánuði 2017. Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu í apríl sem hlutfall af launum er það lægsta sem mælst hefur en gögnin ná aftur til byrjun árs 2013. Hlutfallið náði hámarki í lok árs 2018 en mælist nú 15,6% lægra en það gerði þá,“ segir í skýrslu HMS. Fasteignamarkaður Leigumarkaður Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar segir einnig að ýmsir mælikvarðar bendi til þess að betra sé að vera á leigumarkaði nú en oft áður. Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu í apríl sem hlutfall af launum sé það lægsta sem mælst hefur en gögnin ná aftur til byrjun árs 2013. Met slegin þegar kemur að hlutfalli eigna sem seljast yfir ásettu verði Í skýrslunni segir að meðalsölutími á íbúðum sem seldar voru á höfuðborgarsvæðinu í apríl hafi verið 34,7 dagar og hefur ekki mælst jafn stuttur frá upphafi mælinga. Þá kemur fram að meðalkaupverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu í apríl hafi verið 76,9 milljónir króna en í apríl á síðasta ári hafi það verið 60,6 milljónir króna. Íbúðir í fjölbýli seldust á að meðaltali á 67,4 milljónir króna, en íbúðir í sérbýli á 104,9 milljónir króna. „Aðeins virðist vera tekið að róast á fasteignamarkaði ef miðað er við fjölda kaupsamninga í apríl sl. Alls voru gefnir út 699 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði sem gera 752 þegar leiðrétt er fyrir reglubundnum árstíðarsveiflum. Svo fáir hafa kaupsamningar ekki verið í einum mánuði síðan í maí 2020 en þá hafði tímabundið dregið úr umsvifum á íbúðamarkaði í upphafi samkomutakmarkanna. Enn virðist þó mikill eftirspurnarþrýstingur vera til staðar. Þrátt fyrir minnkandi umsvif var met slegið í apríl, annan mánuðinn í röð, þegar 54% íbúða á landinu seldust yfir ásettu verði. Á höfuðborgarsvæðinu seldust 65% íbúða í fjölbýli yfir ásettu verði og 53% sérbýla. Á landsbyggðinni seldust 48% íbúða í fjölbýli og 32% sérbýla yfir ásettu verði. Í öllum tilfellum er um met að ræða,“ segir um stöðuna á fasteignamarkaði. Leiguverð sem hlutfall af launum aldrei mælst lægra Um stöðuna á leigumarkaði segir að ýmsir mælikvarðar bendi til þess að betra sé að vera á leigumarkaði nú en oft áður. Það gæti þó snúist við á næstu misserum. „Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur farið lækkandi á föstu verðlagi frá því í byrjun árs. Nú er leiguverðið orðið lægra en fyrir ári síðan og hefur það ekki mælst lægra að raunvirði síðan í ágústmánuði 2017. Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu í apríl sem hlutfall af launum er það lægsta sem mælst hefur en gögnin ná aftur til byrjun árs 2013. Hlutfallið náði hámarki í lok árs 2018 en mælist nú 15,6% lægra en það gerði þá,“ segir í skýrslu HMS.
Fasteignamarkaður Leigumarkaður Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Sjá meira