Leiguverð sem hlutfall af launum ekki mælst lægra síðan 2013 Atli Ísleifsson skrifar 15. júní 2022 08:15 Í skýrslunni segir að meðalsölutími á íbúðum sem seldar voru á höfuðborgarsvæðinu í apríl hafi verið 34,7 dagar og hefur ekki mælst jafn stuttur frá upphafi mælinga. Vísir/Vilhelm Umsvif á fasteignamarkaði halda áfram að dragast saman og framboð af íbúðum til sölu er farið að aukast á nýjan leik eftir verulegan samdrátt allt frá því í maí 2020. Hátt hlutfall íbúða sem seldist á yfirverði í apríl og stuttur sölutími er hins vegar vísbending um að eftirspurnarþrýstingur hafi þó enn verið mikill í mánuðinum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar segir einnig að ýmsir mælikvarðar bendi til þess að betra sé að vera á leigumarkaði nú en oft áður. Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu í apríl sem hlutfall af launum sé það lægsta sem mælst hefur en gögnin ná aftur til byrjun árs 2013. Met slegin þegar kemur að hlutfalli eigna sem seljast yfir ásettu verði Í skýrslunni segir að meðalsölutími á íbúðum sem seldar voru á höfuðborgarsvæðinu í apríl hafi verið 34,7 dagar og hefur ekki mælst jafn stuttur frá upphafi mælinga. Þá kemur fram að meðalkaupverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu í apríl hafi verið 76,9 milljónir króna en í apríl á síðasta ári hafi það verið 60,6 milljónir króna. Íbúðir í fjölbýli seldust á að meðaltali á 67,4 milljónir króna, en íbúðir í sérbýli á 104,9 milljónir króna. „Aðeins virðist vera tekið að róast á fasteignamarkaði ef miðað er við fjölda kaupsamninga í apríl sl. Alls voru gefnir út 699 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði sem gera 752 þegar leiðrétt er fyrir reglubundnum árstíðarsveiflum. Svo fáir hafa kaupsamningar ekki verið í einum mánuði síðan í maí 2020 en þá hafði tímabundið dregið úr umsvifum á íbúðamarkaði í upphafi samkomutakmarkanna. Enn virðist þó mikill eftirspurnarþrýstingur vera til staðar. Þrátt fyrir minnkandi umsvif var met slegið í apríl, annan mánuðinn í röð, þegar 54% íbúða á landinu seldust yfir ásettu verði. Á höfuðborgarsvæðinu seldust 65% íbúða í fjölbýli yfir ásettu verði og 53% sérbýla. Á landsbyggðinni seldust 48% íbúða í fjölbýli og 32% sérbýla yfir ásettu verði. Í öllum tilfellum er um met að ræða,“ segir um stöðuna á fasteignamarkaði. Leiguverð sem hlutfall af launum aldrei mælst lægra Um stöðuna á leigumarkaði segir að ýmsir mælikvarðar bendi til þess að betra sé að vera á leigumarkaði nú en oft áður. Það gæti þó snúist við á næstu misserum. „Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur farið lækkandi á föstu verðlagi frá því í byrjun árs. Nú er leiguverðið orðið lægra en fyrir ári síðan og hefur það ekki mælst lægra að raunvirði síðan í ágústmánuði 2017. Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu í apríl sem hlutfall af launum er það lægsta sem mælst hefur en gögnin ná aftur til byrjun árs 2013. Hlutfallið náði hámarki í lok árs 2018 en mælist nú 15,6% lægra en það gerði þá,“ segir í skýrslu HMS. Fasteignamarkaður Leigumarkaður Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar segir einnig að ýmsir mælikvarðar bendi til þess að betra sé að vera á leigumarkaði nú en oft áður. Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu í apríl sem hlutfall af launum sé það lægsta sem mælst hefur en gögnin ná aftur til byrjun árs 2013. Met slegin þegar kemur að hlutfalli eigna sem seljast yfir ásettu verði Í skýrslunni segir að meðalsölutími á íbúðum sem seldar voru á höfuðborgarsvæðinu í apríl hafi verið 34,7 dagar og hefur ekki mælst jafn stuttur frá upphafi mælinga. Þá kemur fram að meðalkaupverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu í apríl hafi verið 76,9 milljónir króna en í apríl á síðasta ári hafi það verið 60,6 milljónir króna. Íbúðir í fjölbýli seldust á að meðaltali á 67,4 milljónir króna, en íbúðir í sérbýli á 104,9 milljónir króna. „Aðeins virðist vera tekið að róast á fasteignamarkaði ef miðað er við fjölda kaupsamninga í apríl sl. Alls voru gefnir út 699 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði sem gera 752 þegar leiðrétt er fyrir reglubundnum árstíðarsveiflum. Svo fáir hafa kaupsamningar ekki verið í einum mánuði síðan í maí 2020 en þá hafði tímabundið dregið úr umsvifum á íbúðamarkaði í upphafi samkomutakmarkanna. Enn virðist þó mikill eftirspurnarþrýstingur vera til staðar. Þrátt fyrir minnkandi umsvif var met slegið í apríl, annan mánuðinn í röð, þegar 54% íbúða á landinu seldust yfir ásettu verði. Á höfuðborgarsvæðinu seldust 65% íbúða í fjölbýli yfir ásettu verði og 53% sérbýla. Á landsbyggðinni seldust 48% íbúða í fjölbýli og 32% sérbýla yfir ásettu verði. Í öllum tilfellum er um met að ræða,“ segir um stöðuna á fasteignamarkaði. Leiguverð sem hlutfall af launum aldrei mælst lægra Um stöðuna á leigumarkaði segir að ýmsir mælikvarðar bendi til þess að betra sé að vera á leigumarkaði nú en oft áður. Það gæti þó snúist við á næstu misserum. „Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur farið lækkandi á föstu verðlagi frá því í byrjun árs. Nú er leiguverðið orðið lægra en fyrir ári síðan og hefur það ekki mælst lægra að raunvirði síðan í ágústmánuði 2017. Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu í apríl sem hlutfall af launum er það lægsta sem mælst hefur en gögnin ná aftur til byrjun árs 2013. Hlutfallið náði hámarki í lok árs 2018 en mælist nú 15,6% lægra en það gerði þá,“ segir í skýrslu HMS.
Fasteignamarkaður Leigumarkaður Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Sjá meira