Heimilin taka bílalán sem aldrei fyrr Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. júní 2022 17:30 Alls hafa 9.600 nýskráðir bílar verið keyptir það sem af er ári. Vísir/Vilhelm Alls hafa um 9.600 bifreiðar verið nýskráðar á fyrstu fimm mánuðum ársins sem er um 65 prósenta aukning frá því í fyrra. Rúmur meirihluti nýskráðra ökutækja gengur þá fyrir öllu leyti eða að hluta fyrir rafmagni og virðist því rafbílavæðingin ganga vel. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans þar sem fram kemur að einstaklingar virðist margir hverjir vera að nýta aukinn sparnað til kaupa á nýjum bílum en auk þess hafi hrein bílalán til heimilanna aukist verulega. Þá hafa nýbílakaup aukist verulega frá því í fyrra, á fyrstu fimm mánuðum ársins, en ef þessir mánuðir eru bornir saman við sömu mánuði árið 2017, þegar fjöldi nýskráðra bíla náði hámarki, eru 31 prósent færri bílar nú nýskráðir. Fram kemur í Hagsjánni að séu töur frá Bílgreinasambandinu skoðaðar hafi sala nýrra fólksbíla aukist um 63 prósent milli ára, sem er í góðu samræmi við tölur frá Samgöngustofu. Alls hafa 6.844 nýir fólksbílar selst fyrstu fimm mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra seldust 4.208 nýir fólksbílar. Þá hafa nýjar lánveitingar til íslenskra heimila vegna bílakaupa, umfram uppgreiðslur, numið 25,4 milljörðum króna á síðustu tólf mánuðum. Heildarupphæð bílalána í mars síðastliðnum sló met og hefur ekki verið hærri frá því að Seðlabankinn tók að mæla ný útlán árið 2013. Fram kemur í Hagsjánni að sem dæmi hafi lántaka fyrstu fjögurra mánaða ársins verið rúmlega 20 prósent meiri en allt árið 2013, á föstu verðlagi. Lánveitingar á fyrstu fjórum mánuðum ársins, á föstuverðlagi, hafi numið 8,9 milljörðum króna og aukist um 93 prósent frá sama tímabili árið 2018 en um 226 prósent frá árinu 2019. Tólf mánaða hlaupandi meðaltal mánaðarlegra gagna um hrein bílalán heimilanna hafi þá aukist nú í apríl um 110 prósent milli ára og hækkunin frá ársbyrjun 2020 slagi í 150 prósent. Neytendur Bílar Fjármál heimilisins Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans þar sem fram kemur að einstaklingar virðist margir hverjir vera að nýta aukinn sparnað til kaupa á nýjum bílum en auk þess hafi hrein bílalán til heimilanna aukist verulega. Þá hafa nýbílakaup aukist verulega frá því í fyrra, á fyrstu fimm mánuðum ársins, en ef þessir mánuðir eru bornir saman við sömu mánuði árið 2017, þegar fjöldi nýskráðra bíla náði hámarki, eru 31 prósent færri bílar nú nýskráðir. Fram kemur í Hagsjánni að séu töur frá Bílgreinasambandinu skoðaðar hafi sala nýrra fólksbíla aukist um 63 prósent milli ára, sem er í góðu samræmi við tölur frá Samgöngustofu. Alls hafa 6.844 nýir fólksbílar selst fyrstu fimm mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra seldust 4.208 nýir fólksbílar. Þá hafa nýjar lánveitingar til íslenskra heimila vegna bílakaupa, umfram uppgreiðslur, numið 25,4 milljörðum króna á síðustu tólf mánuðum. Heildarupphæð bílalána í mars síðastliðnum sló met og hefur ekki verið hærri frá því að Seðlabankinn tók að mæla ný útlán árið 2013. Fram kemur í Hagsjánni að sem dæmi hafi lántaka fyrstu fjögurra mánaða ársins verið rúmlega 20 prósent meiri en allt árið 2013, á föstu verðlagi. Lánveitingar á fyrstu fjórum mánuðum ársins, á föstuverðlagi, hafi numið 8,9 milljörðum króna og aukist um 93 prósent frá sama tímabili árið 2018 en um 226 prósent frá árinu 2019. Tólf mánaða hlaupandi meðaltal mánaðarlegra gagna um hrein bílalán heimilanna hafi þá aukist nú í apríl um 110 prósent milli ára og hækkunin frá ársbyrjun 2020 slagi í 150 prósent.
Neytendur Bílar Fjármál heimilisins Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira