Jóhann Þór tekur við Grindavík á nýjan leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2022 11:01 Jóhann Þór (til hægri) handsalar samninginn. Körfuknattleiksdeild Grindavíkur Jóhann Þór Ólafsson hefur verið ráðinn þjálfari Grindavíkur í Subway-deild karla. Staðfesti körfuknattleiks félagsins þetta í gærkvöld. Hann var aðstoðarþjálfari liðsins á síðustu leiktíð. Líkt og Vísir greindi frá var í gær ljóst að Sverrir Þór Sverrisson yrði ekki áfram með Grindvíkinga þar sem hann færði sig um set og mun sinna starfi aðstoðarþjálfara Keflavíkur á næstu leiktíð. Grindavík var þar með þjálfaralaust en menn voru ekki lengi að grípa í taumana. Inn kemur Jóhann Þór sem þekkir vel til eftir að hafa stýrt liðinu frá 2015 til 2019. Hann hefur nú samið við félagið út næstu leiktíð. Ekki nóg með að Jóhann Þór hafi stýrt liðinu í fjögur ár heldur var hann aðstoðarmaður árin tvö þar á undan og er því „öllum hnútum kunnugur. Hann var einnig aðstoðarþjálfari félagsins árið 2013 þegar félagið hampaði síðast Íslandsmeistaratitlinum og bikartitlinum árið 2014,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Grindavíkur. „Við erum mjög glöð að fá Jóhann Þór í starf þjálfara liðsins og væntum mikils af honum. Jóhann er mjög fær þjálfari og það eru frábærar fréttir að hann sé að snúa aftur í þjálfun af fullum krafti,“ segir Ingibergur Þór Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur. „Það er spennandi vetur framundan í Grindavík. Við erum að færa okkur á nýjan og glæsilegan keppnisvöll og það ríkir mikil eftirvænting fyrir því að hefjast handa,“ segir Jóhann Þór um nýja - en samt gamla - starfið. Að endingu kemur fram að enn eigi eftir að ráða aðstoðarþjálfara og frekari frétta sé að vænta af leikmannamálum. Orðið á götunni er að landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson gæti verið á leið heim úr atvinnumennsku og samið við Grindavík. Þá má með sanni segja Ólafssynir hafi tekið yfir Grindavík þar sem Ólafur Ólafsson, bróðir Jóhanns Þórs, leikur með Grindavík og þriðji bróðirinn, Þorleifur, stýrir kvennaliði félagsins. Grindavík endaði í 7. sæti Subway deildarinnar með 22 stig á síðustu leiktíð. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Körfubolti Antonio búinn í aðgerð Enski boltinn Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Fékk framlengdan samning hjá Malmö eftir þrennuna Fótbolti Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Enski boltinn Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Körfubolti Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Enski boltinn Áttundi sigur Alberts og félaga í röð Fótbolti Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Enski boltinn Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár Formúla 1 Fleiri fréttir Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Í beinni: Valur - Grindavík | Vaknar Valur í bikarnum? Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Njarðvíkingar bæta við sig „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Leikurinn í Keflavík loks hafinn eftir klukkuvandræði Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Sjá meira
Líkt og Vísir greindi frá var í gær ljóst að Sverrir Þór Sverrisson yrði ekki áfram með Grindvíkinga þar sem hann færði sig um set og mun sinna starfi aðstoðarþjálfara Keflavíkur á næstu leiktíð. Grindavík var þar með þjálfaralaust en menn voru ekki lengi að grípa í taumana. Inn kemur Jóhann Þór sem þekkir vel til eftir að hafa stýrt liðinu frá 2015 til 2019. Hann hefur nú samið við félagið út næstu leiktíð. Ekki nóg með að Jóhann Þór hafi stýrt liðinu í fjögur ár heldur var hann aðstoðarmaður árin tvö þar á undan og er því „öllum hnútum kunnugur. Hann var einnig aðstoðarþjálfari félagsins árið 2013 þegar félagið hampaði síðast Íslandsmeistaratitlinum og bikartitlinum árið 2014,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Grindavíkur. „Við erum mjög glöð að fá Jóhann Þór í starf þjálfara liðsins og væntum mikils af honum. Jóhann er mjög fær þjálfari og það eru frábærar fréttir að hann sé að snúa aftur í þjálfun af fullum krafti,“ segir Ingibergur Þór Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur. „Það er spennandi vetur framundan í Grindavík. Við erum að færa okkur á nýjan og glæsilegan keppnisvöll og það ríkir mikil eftirvænting fyrir því að hefjast handa,“ segir Jóhann Þór um nýja - en samt gamla - starfið. Að endingu kemur fram að enn eigi eftir að ráða aðstoðarþjálfara og frekari frétta sé að vænta af leikmannamálum. Orðið á götunni er að landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson gæti verið á leið heim úr atvinnumennsku og samið við Grindavík. Þá má með sanni segja Ólafssynir hafi tekið yfir Grindavík þar sem Ólafur Ólafsson, bróðir Jóhanns Þórs, leikur með Grindavík og þriðji bróðirinn, Þorleifur, stýrir kvennaliði félagsins. Grindavík endaði í 7. sæti Subway deildarinnar með 22 stig á síðustu leiktíð. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Körfubolti Antonio búinn í aðgerð Enski boltinn Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Fékk framlengdan samning hjá Malmö eftir þrennuna Fótbolti Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Enski boltinn Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Körfubolti Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Enski boltinn Áttundi sigur Alberts og félaga í röð Fótbolti Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Enski boltinn Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár Formúla 1 Fleiri fréttir Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Í beinni: Valur - Grindavík | Vaknar Valur í bikarnum? Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Njarðvíkingar bæta við sig „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Leikurinn í Keflavík loks hafinn eftir klukkuvandræði Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Sjá meira
Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Körfubolti
Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Körfubolti