Viðskipti innlent

Vara við sól­hlífum í Costco sem geti valdið elds­voða

Eiður Þór Árnason skrifar
Talið er að rafhlöðurnar með sólhlífunum geti valdið hættu. 
Talið er að rafhlöðurnar með sólhlífunum geti valdið hættu.  SunVilla

Costco á Íslandi hefur innkallað sólhlífar með sólarsellum og LED-ljósum frá SunVilla vegna hættu á því að rafhlaða þeirra ofhlaðist og valdi þannig eldsvoða og brunahættu.

Um er að ræða sólhlífar með vörunúmerunum #s 2127206, 2127215, 2127250, 2127266, 2127270 og 1902438, með sólarrafhlöðum sem merktar eru „YEEZE 1“ á bakhlið. Umræddar sólhlífar voru seldar í verslun Costco frá 1. febrúar 2021 til 13. maí 2022.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun vekur sérstaka athygli á innköllun Costco og beinir því til allra eiganda og notenda viðkomandi sólhlífa að hætta notkun þeirra þegar í stað og hafa samband við Costco. Viðskiptavinir fá verð vörunnar endurgreitt að fullu. 

Um er að ræða alþjóðlega innköllun sem nær ekki til sólhlífa SunVilla sem eru ekki merktar með tölustafnum einum á eftir YEEZE og má nota þær áfram.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.