Innherji

Almennir fjárfestar skertir niður í 678 þúsund krónur í útboði Ölgerðarinnar

Hörður Ægisson skrifar
Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, en hann og Októ Ein­ars­son, stjórn­ar­formaður félagsins, áttu sam­an 16 prósenta hlut í gegnum OA eignarhaldsfélag þegar útboðið hófst.
Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, en hann og Októ Ein­ars­son, stjórn­ar­formaður félagsins, áttu sam­an 16 prósenta hlut í gegnum OA eignarhaldsfélag þegar útboðið hófst. Vísir/Vilhelm

Almennir fjárfestar sem tóku þátt í hlutafjárútboði Ölgerðarinnar, sem lauk síðastliðinn föstudag, fengu úthlutað bréfum í félaginu upp á 678 þúsund krónur, samkvæmt upplýsingum Innherja.

Þegar útboðið hófst var stefnt að því að skerða ekki áskriftir undir einni milljón króna sem komu í tilboðsbók A, þar sem fjárhæð tilboða var lægri en 20 milljónir, en rúmlega fjórföld umframeftirspurn reyndist vera í útboðinu. Samtals bárust 6.600 áskriftir fyrir meira en 32 milljarða króna.

Seldur var 29,5 prósenta hlutur í félaginu fyrir samtals 7,9 milljarða króna.

Í tilboðsbók A, sem var fyrir almenna fjárfesta, var þreföld umfram eftirspurn og endanlegt útboðsgengi var 8,9 krónur á hlut. Í tilboðsbók B, þar sem lágmarks fjárhæð tilboða var 20 milljónir króna og umfram eftirspurnin reyndist vera fimmföld, var endanlegt útboðsgengi 10,03 krónur á hlut. 

Miðað við það gengi er allt hlutafé Ölgerðarinnar, sem er stærsti drykkjarvöruframleiðandi landsins, metið á meira en 28 milljarða króna.

Ráðgert er að viðskipti með hlutabréf Ölgerðarinnar í Kauphöllinni muni hefjast fimmtudaginn 9. júní en ráðgjafi félagsins við skráninguna og útboðið er fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka.


Tengdar fréttir

Verðmetur Ölgerðina um 27 prósentum yfir útboðsgengi félagsins

Hlutafé Ölgerðarinnar, sem verður skráð á Aðalmarkað í Kauphöllinni í næsta mánuði, er metið á tæplega 32 milljarða króna í nýju verðmati sem hefur verið framkvæmt af Jakobsson Capital í aðdraganda hlutafjárútboðs drykkjarvöruframleiðandans.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×