Íslendingalið Kielce pólskur meistari eftir vítakastkeppni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. maí 2022 19:24 Kielce er pólskur meistari í handbolta. DAX Images/NurPhoto via Getty Images Íslendingaliðið Vive Kielce varð í kvöld pólskur meistari í handbolta í ellefta skiptið í röð eftir sigur í vítakastkeppni gegn Wisla Plock í lokaumferð deildarinnar. Fyrir leikinn hafði Kielce þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar, en Wisla Plock sat í öðru sæti. Gefin eru þrjú stig fyrir sigur í pólsku deildinni og því átti Wisla Plock enn möguleika á að ná Kielce að stigum. Mikil harka var í leiknum og fyrsta rauða spjald leiksins fór á loft eftir aðeins 35 sekúndur. Rauðu spjöldin voru svo orðin fjögur þegar rétt tæpar 22 mínútur voru komnar á klukkuna og fimmta og seinasta rauða spjald leiksins leit dagsins ljós snemma í síðari hálfleik. They call it Holy War for a reason. Red card for Mirsad Terzic after 35 seconds!#handball pic.twitter.com/hCwoFUxG5G— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) May 24, 2022 Liðin héldust í hendur stærstan hluta leiksins, en heimamenn í Wisla Plock voru skrefinu framar í fyrri hálfleik og leiddu með tveimur mörkum þegar gengið var til búningsherbergja. Heimamenn náðu svo fimm marka forystu snemma í síðari hálfleik. Gestirnir í Kielce náðu að snúa taflinu við og jöfnuðu metin þegar síðari hálfleikur var rétt rúmlega hálfnaður og ekkert virtist geta skilið liðin að eftir það. Liðin skiptust á að skora það sem eftir lifði leiks og niðustaðan eftir mínúturnar 60 varð jafntefli, 20-20. Pólska deildin býður þó ekki upp á jafntefli og því þurfti að grípa til vítakastkeppni til að skera úr um sigurvegara. Þar reyndust gestirnir í Kielce sterkari og liðið skoraði úr öllum fimm vítaköstum sínum á meðan heimamenn skoruðu aðeins úr þrem. Kielce er því pólskur meistari ellefta árið í röð, en liðið fór taplaust í gegnum tímabilið. Kielce hefur raunar ekki tapað deildarleik síðan 9. október 2019 og var þetta því sigurleikur númer 70 í röð hjá liðinu í deildinni. Haukur Þrastarson og Sigvaldi Björn Guðjónsson eru á mála hjá Kielce, en þeir voru ekki í leikmannahóp Kielce í kvöld. M19TRZ, M19TRZ, M19TRZ! 👑#gramyRAZEM #dawajDAWAJ pic.twitter.com/2akFoBnqZQ— Łomża Vive Kielce (@kielcehandball) May 24, 2022 Pólski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjá meira
Fyrir leikinn hafði Kielce þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar, en Wisla Plock sat í öðru sæti. Gefin eru þrjú stig fyrir sigur í pólsku deildinni og því átti Wisla Plock enn möguleika á að ná Kielce að stigum. Mikil harka var í leiknum og fyrsta rauða spjald leiksins fór á loft eftir aðeins 35 sekúndur. Rauðu spjöldin voru svo orðin fjögur þegar rétt tæpar 22 mínútur voru komnar á klukkuna og fimmta og seinasta rauða spjald leiksins leit dagsins ljós snemma í síðari hálfleik. They call it Holy War for a reason. Red card for Mirsad Terzic after 35 seconds!#handball pic.twitter.com/hCwoFUxG5G— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) May 24, 2022 Liðin héldust í hendur stærstan hluta leiksins, en heimamenn í Wisla Plock voru skrefinu framar í fyrri hálfleik og leiddu með tveimur mörkum þegar gengið var til búningsherbergja. Heimamenn náðu svo fimm marka forystu snemma í síðari hálfleik. Gestirnir í Kielce náðu að snúa taflinu við og jöfnuðu metin þegar síðari hálfleikur var rétt rúmlega hálfnaður og ekkert virtist geta skilið liðin að eftir það. Liðin skiptust á að skora það sem eftir lifði leiks og niðustaðan eftir mínúturnar 60 varð jafntefli, 20-20. Pólska deildin býður þó ekki upp á jafntefli og því þurfti að grípa til vítakastkeppni til að skera úr um sigurvegara. Þar reyndust gestirnir í Kielce sterkari og liðið skoraði úr öllum fimm vítaköstum sínum á meðan heimamenn skoruðu aðeins úr þrem. Kielce er því pólskur meistari ellefta árið í röð, en liðið fór taplaust í gegnum tímabilið. Kielce hefur raunar ekki tapað deildarleik síðan 9. október 2019 og var þetta því sigurleikur númer 70 í röð hjá liðinu í deildinni. Haukur Þrastarson og Sigvaldi Björn Guðjónsson eru á mála hjá Kielce, en þeir voru ekki í leikmannahóp Kielce í kvöld. M19TRZ, M19TRZ, M19TRZ! 👑#gramyRAZEM #dawajDAWAJ pic.twitter.com/2akFoBnqZQ— Łomża Vive Kielce (@kielcehandball) May 24, 2022
Pólski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjá meira