Laun verkafólks og starfsfólks í veitinga- og gististarfsemi hækka mest Eiður Þór Árnason skrifar 24. maí 2022 13:48 Laun hækkuðu áberandi mest í veitinga- og gististarfsemi milli febrúarmánaða 2021 og 2022. Vísir/Vilhelm Launavísitalan hækkaði um 1,6% milli mars og apríl samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar sem er óvenjuleg mikil hækkun milli mánaða. Skýrist það af stærstum hluta af hagvaxtarauka sem virkjaðist hjá launafólki þann 1. apríl. Þá hækkuðu flestir kauptaxtar um 10.500 krónur en hagvaxtaraukinn virkjast þegar hagvöxtur á mann nær yfir 1%. Síðustu tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 8,5% sem er mun hærri árstaktur en hefur sést síðasta mánuði, eða vel rúmlega 7%. Fjallað er um þróunina í nýrri Hagsjá Landsbankans en verðbólga mældist 7,2% í aprílmánuði á sama tíma og árshækkun launavísitölu mælist nú 8,5%. Þannig jókst kaupmáttur launa um 1,2% milli aprílmánaða 2021 og 2022, þrátt fyrir að mesta verðbólga mælist nú frá því í maí 2010. „Kaupmáttur í apríl var engu að síður 1,2% lægri en hann var í janúar 2022, en þá var kaupmáttur sá mesti í sögunni þannig að mikil verðbólga síðustu mánaða hefur minnkað kaupmátt töluvert. Í nýútgefinni þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar er gert ráð fyrir að kaupmáttur aukist aðeins um 0,1% milli ára að jafnaði í ár, fyrst og fremst vegna verulega aukinnar verðbólgu,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Gögnin sýni að laun hafi hækkað með svipuðum hætti á almenna markaðnum og hinum opinbera, bæði hjá ríkinu og sveitarfélögum. Laun hækka mest hjá verkafólki Laun tveggja starfsstétta skera sig úr ef litið er til launabreytinga milli febrúarmánaða 2021 og 2022. Þegar horft er til starfsstétta hækka laun verkafólks mest, eða um 9,2%, og laun þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólks næst mest, um 8%. Laun annarra starfsstétta hafa hækkað í kringum 6%. „Segja má að þessar breytingar séu í takt við markmið gildandi kjarasamninga þar sem krónutöluhækkanir á lægri launum gefa meiri prósentubreytingar en á þeim hærri. Á þessu tímabili hækkaði vísitala neysluverðs um 6,2% þannig að kaupmáttur hafði annaðhvort lækkað eilítið eða staðið í stað meðal sumra hópanna,“ segir hagfræðideild Landsbankans. Ef horft er til atvinnugreina hækkuðu laun áberandi mest í veitinga- og gististarfsemi milli febrúarmánaða 2021 og 2022, eða um 11,6%. Næst mesta hækkunin var í byggingum og mannvirkjagerð og verslun og viðgerðum, eða 7,5%. Vinnumarkaður Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira
Þá hækkuðu flestir kauptaxtar um 10.500 krónur en hagvaxtaraukinn virkjast þegar hagvöxtur á mann nær yfir 1%. Síðustu tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 8,5% sem er mun hærri árstaktur en hefur sést síðasta mánuði, eða vel rúmlega 7%. Fjallað er um þróunina í nýrri Hagsjá Landsbankans en verðbólga mældist 7,2% í aprílmánuði á sama tíma og árshækkun launavísitölu mælist nú 8,5%. Þannig jókst kaupmáttur launa um 1,2% milli aprílmánaða 2021 og 2022, þrátt fyrir að mesta verðbólga mælist nú frá því í maí 2010. „Kaupmáttur í apríl var engu að síður 1,2% lægri en hann var í janúar 2022, en þá var kaupmáttur sá mesti í sögunni þannig að mikil verðbólga síðustu mánaða hefur minnkað kaupmátt töluvert. Í nýútgefinni þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar er gert ráð fyrir að kaupmáttur aukist aðeins um 0,1% milli ára að jafnaði í ár, fyrst og fremst vegna verulega aukinnar verðbólgu,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Gögnin sýni að laun hafi hækkað með svipuðum hætti á almenna markaðnum og hinum opinbera, bæði hjá ríkinu og sveitarfélögum. Laun hækka mest hjá verkafólki Laun tveggja starfsstétta skera sig úr ef litið er til launabreytinga milli febrúarmánaða 2021 og 2022. Þegar horft er til starfsstétta hækka laun verkafólks mest, eða um 9,2%, og laun þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólks næst mest, um 8%. Laun annarra starfsstétta hafa hækkað í kringum 6%. „Segja má að þessar breytingar séu í takt við markmið gildandi kjarasamninga þar sem krónutöluhækkanir á lægri launum gefa meiri prósentubreytingar en á þeim hærri. Á þessu tímabili hækkaði vísitala neysluverðs um 6,2% þannig að kaupmáttur hafði annaðhvort lækkað eilítið eða staðið í stað meðal sumra hópanna,“ segir hagfræðideild Landsbankans. Ef horft er til atvinnugreina hækkuðu laun áberandi mest í veitinga- og gististarfsemi milli febrúarmánaða 2021 og 2022, eða um 11,6%. Næst mesta hækkunin var í byggingum og mannvirkjagerð og verslun og viðgerðum, eða 7,5%.
Vinnumarkaður Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira