Viðskipti innlent

Harpa nýr fjár­mála­stjóri Norvik

Atli Ísleifsson skrifar
Harpa Vífilsdóttir.
Harpa Vífilsdóttir. Dagný Skúladóttir

Harpa Vífilsdóttir hefur verið ráðin fjármálastjóri Norvik, móðurfélag BYKO. Hún tekur við starfinu af Brynju Halldórsdóttur sem hefur ákveðið að hætta störfum.

Í tilkynningu segir að Brynja hafi hafið störf sem fjármálastjóri BYKO árið 1991 og síðar orðið fjármálastjóri Norvik, móðurfélags BYKO.

„Í hennar stað hefur Norvik ráðið Hörpu Vífilsdóttur sem fjármálastjóra og hefur hún störf í byrjun júní. Harpa er viðskiptafræðingur frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn og með framhaldsmenntun í endurskoðun frá Háskólanum í Reykjavík auk þess að vera löggiltur endurskoðandi. Hún hefur undanfarin ár starfað sem fjármálastjóri Valitor,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×