Atvinnulíf

„Við hittumst, öskrum yfir íslenska framlaginu og maður fær gæsahúð“

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Sigurður Hlöðversson, eða Siggi Hlö eins og við þekkjum hann, er framkvæmdastjóri Visitor ferðaskrifstofu en þar er árshátíðartörn þessar vikurnar . Til að sprella með þjóðinni í Eurovision flýgur Siggi heim frá Dublin í dag fyrir þáttinn Veistu hver ég var á Bylgjunni og gerir síðan ráð fyrir að öskra sig hásan með vinum í kvöld. Siggi segir veðbanka nauðsynlega á Eurovision kvöldum en hann fer aftur út til Dublin snemma í fyrramálið.
Sigurður Hlöðversson, eða Siggi Hlö eins og við þekkjum hann, er framkvæmdastjóri Visitor ferðaskrifstofu en þar er árshátíðartörn þessar vikurnar . Til að sprella með þjóðinni í Eurovision flýgur Siggi heim frá Dublin í dag fyrir þáttinn Veistu hver ég var á Bylgjunni og gerir síðan ráð fyrir að öskra sig hásan með vinum í kvöld. Siggi segir veðbanka nauðsynlega á Eurovision kvöldum en hann fer aftur út til Dublin snemma í fyrramálið.

Sigurður Hlöðvarsson, framkvæmdastjóri Visitor ferðaskrifstofu og útvarpsmaður á Bylgjunni, segir veðbanka ómissandi á Eurovison kvöldum. Því þá getur enginn sagt „sagði það!“ eftir að keppni lýkur nema hreinlega með því að hafa rétt fyrir sér.

Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni.

Hvenær vaknar þú á morgnana?

„Með aldrinum er orðið talsvert auðveldara að vakna og ég er komin á ról um klukkan sjö.“

Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana?

„Morgunkossinn á eiginkonuna er með því fyrsta sem ég geri þegar ég vakna.“

Myndir þú einhvern tímann missa af Eurovision og hvað þurfum við helst að hafa í huga til að hámarka stemninguna í kvöld?

„Ég get alveg misst af Eurovision þó ég sé mikill aðdáandi keppninnar. Hins vegar er þetta mikið grill- og gleðikvöld í kringum mig og mína vini.

Við hittumst, öskrum yfir íslenska framlaginu og maður fær gæsahúð.

Veðbanki í samkvæminu er ómissandi, því sumir þykjast alltaf vita eftirá „æji ég vissi að þeir myndu vinna“ en þegar allt er skjalfest getur enginn sagt „sagði það!“ nema þá hreinlega hafa rétt fyrir sér.“

Siggi með Oddfellow félögunum sínum í Dublin í gær þar sem þeir voru að spila golf. Siggi segist duglegur að nota dagbók fyrir skipulagið sitt í vinnunni en eins alls kyns post it miða, krassblöð og tossamiða sem hann segir ágætis skipulags-kerfi sem reyndar enginn skilji nema hann.

Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana?

„Það er árshátíðarvertíð erlendis fram í júní. Við hjá Visitor ferðaskrifstofu erum með nokkrar risastórar árshátíðarferðir í gangi um þessar mundir og við erum mjög upptekin yfir því. 

Þó svo að það sé svona mikið að gera ætla ég að skjótast til Íslands í sólarhring til þess að sprella með íslensku þjóðinni á Bylgjunni í þættinum mínum Veistu hver ég var. 

Kem til landsins á hádegi og fer beint út aftur eldsnemma á sunnudagsmorgun.“

Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu?

„Ég er með allt í fílófaxinu hahahaha.....nei nei, ég er mjög duglegur að nota dagbók og það hefur reynst mér best en svo er ég oft með alls kyns posti it miða, krassblöð og tossamiða og system sem ég skil og enginn annar.“

Hvenær ferðu að sofa á kvöldin?

„Ég er kominn uppí yfirleitt um klukkan tíu og er kannski að fjara út um ellefu. Rúlla einhverju sjónvarpsefni í gang sem gott er að sofna við.“


Tengdar fréttir

Besta leiðin til að brjóta niður stereótýpur er að hlægja að þeim

Rúna Magnúsdóttir markaðs- og kynningastjóri Samtaka verslunar- og þjónustu (SVÞ) og leiðtogamarkþjálfi segir stereótýpur eitt af því sem fær hana alltaf til að springa úr hlátri. Enda hafi hún lært að það að hlægja að þeim sé besta leiðin til að brjóta þær niður.

Langaði eitt sinn alltaf að vera jafn gordjöss og Palli

Jóhannes Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það ákveðnar gæðastundir að hrista börnin fram úr rúminu á morgnana þótt allir séu þá hálf sofandi og úrillir. Enda gangi mjög líklega B-mennskan í erfðir.

„Amma mín á Akureyri gerði heimsins bestu kjötsúpu“

Með tvö lítil börn er ekki laust við að bensínið sé búið um tíuleytið á kvöldin segir Salóme Guðmundsdóttir, stjórnarkona og sérfræðingur í nýsköpun sem um þessar mundir er í fæðingarorlofi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×