Atvinnulíf

„Amma mín á Akureyri gerði heimsins bestu kjötsúpu“

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Síðasta áratug hefur Salóme Guðmundsdóttir lifað og hrærst í tækni- og sprotaumhverfinu en þótt hún sé í fæðingarorlofi situr hún í stjórnum og hefur undanfarið verið að taka að sér ýmiss spennandi verkefni fyrir vísisjóðinn Eyri og Háskólann í Reykjavík. Besta hugleiðslan segir Salóme þó felast í því að dunda sér í eldhúsinu.
Síðasta áratug hefur Salóme Guðmundsdóttir lifað og hrærst í tækni- og sprotaumhverfinu en þótt hún sé í fæðingarorlofi situr hún í stjórnum og hefur undanfarið verið að taka að sér ýmiss spennandi verkefni fyrir vísisjóðinn Eyri og Háskólann í Reykjavík. Besta hugleiðslan segir Salóme þó felast í því að dunda sér í eldhúsinu. Vísir/Vilhelm

Með tvö lítil börn er ekki laust við að bensínið sé búið um tíuleytið á kvöldin segir Salóme Guðmundsdóttir, stjórnarkona og sérfræðingur í nýsköpun sem um þessar mundir er í fæðingarorlofi.

Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni.

Hvenær vaknar þú á morgnana?

„Þessa dagana vakna ég yfirleitt um sjö leytið þegar sonur okkar sem er þriggja ára skríður upp í eða dóttir okkar sem er rétt að verða níu mánaða lætur okkur vita að hún sé tilbúin að fara á fætur. Það getur alveg verið töluvert fyrr.

Annars þykir mér almennt mjög gott að vakna snemma, helst á meðan aðrir sofa, taka mig til í rólegheitum, fara yfir dagskrána og setja mig í stellingar fyrir daginn framundan.“

Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana?

„Ég er í fæðingarorlofi og get því leyft mér að fara frekar rólega inn í daginn. Þegar börnin hafa fengið að borða og sonur minn kominn í leikskólann fer ég gjarnan á æfingu sem er mitt vítamín boozt. 

Svo kem ég heim og nostra við fyrstu máltíð dagsins. Að dunda sér í eldhúsinu er ein besta hugleiðsla sem ég veit.“

Af gömlum og góðum íslenskum heimilismat, svona eins og þú fékkst hjá mömmu eða ömmu, hvaða réttur er í uppáhaldi?

Amma mín á Akureyri gerði heimsins bestu kjötsúpu. 

Mamma hefur svo tekið við keflinu.“

Salóme segist frekar gamaldags í skipulagi því hún notar hefðbundna dagbók til að halda utan um fundi og verkefni fram undan. Til dæmis staðfestir hún fundarboð í tölvupóstinum en skrifar fundina líka niður í bókina góðu. Salóme segir ýmsar skemmtilegar hugmyndir vera að fæðast í fæðingarorlofinu og þá sé gott að gefa sér ró og næði, til að finna hvaða athygli nærir mann best. Vísir/Vilhelm

Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana?

„Í fæðingarorlofinu höfum við mæðgur haft það huggulegt. Margar góðar konur í kringum mig hafa eignast börn á svipuðum tíma þannig að við höfum fengið góðan félagsskap.

Annars eru ýmsar skemmtilegar hugmyndir sem fæðast þegar maður nær að gíra sig aðeins niður og veita því betur athygli hvað það er sem nærir mann mest.

Undanfarið hef ég síðan verið að taka að mér ýmis spennandi verkefni fyrir vísisjóðinn Eyri og Háskólann í Reykjavík. Það sem þessi verkefni eiga gjarnan sameiginlegt er að stuðla að aukinni verðmætasköpun með nýsköpun og frumkvöðlastarfi.“

Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu?

Ég er búin að lifa og hrærast í tækni- og sprotaumhverfinu í að verða áratug en er enn af gamla skólanum hvað þetta varðar og er til dæmis með hefðbundna dagbók þar sem ég held utan um alla fundi og verkefni framundan.

Ég nota dagatalið sem er tengt tölvupóstinum til að boða og samþykkja fundi, en þetta fer allt saman í bókina líka.

Almennt séð finnst mér best að nota blað og penna eða töflu og túss þar sem ég hef verkefnin og tímalínuna fyrir framan mig. Þannig þykir mér gott að forgangsraða og skipuleggja mig.“

Hvenær ferðu að sofa á kvöldin?

„Með tvö lítil börn er maður yfirleitt búinn með allt bensín um tíu leytið. Einhvern veginn tekst mér samt að draga það fram til ellefu tólf að hverfa inn í draumalandið! En ég reyni eftir fremsta megni að passa upp á að fá góðan nætursvefn.“


Tengdar fréttir

Nemó finnst forstjóri Haga hlaupa heldur hægt

Það er enginn dagur eins í vinnunni segir Finnur Oddsson, forstjóri Haga. Finnur er af sumum kallaður íþróttaálfur en hundinum Nemó finnst morgunlaupið þó heldur hægt.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×