Viðskipti innlent

Telma Eir ráðin rekstrar­stjóri hjá SalesCloud

Atli Ísleifsson skrifar
Telma Eir Aðalsteinsdóttir.
Telma Eir Aðalsteinsdóttir. Íris Dögg Einarsdóttir

Telma Eir Aðalsteinsdóttir hefur verið ráðin rekstrarstjóri (COO) hjá SalesCloud og hefur hún þegar hafið störf.

Í tilkynningu kemur fram að Telma muni bera ábyrgð á daglegum rekstri fyrirtækisins, mannauðsmálum og upplýsingagjöf til stjórnar.

„Telma starfaði áður sem framkvæmdastjóri Sambands íslenskra framhaldsskólanema og Félags viðskipta- og hagfræðinga ásamt því að sinna stjórnarsetu. Hún er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands og BA gráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst. Eiginmaður Telmu er Eyþór Mar Halldórsson og eiga þau einn son,“ segir í tilkynningunni.

Um SalesCloud segir að fyrirtækið bjóði upp á lausnir sem auðveldi fyrirtækjum að auka sölu í verslunum og á netinu með öflugu sölukerfi í skýinu.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.