Viðskipti innlent

Hlynur ráðinn fram­kvæmda­stjóri KPMG

Árni Sæberg skrifar
Hlynur Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri KPMG á Íslandi.
Hlynur Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri KPMG á Íslandi. Samsett/Linkedin/Vilhelm

Hlynur Sigurðsson var í gær ráðinn framkvæmdastjóri KPMG á Íslandi. Hann mun taka við af Jóni S. Helgasyni þann 1. október næstkomandi.

Formlega var gengið frá ráðningunni í gær en Hlynur mun þó ekki taka við stöðu framkvæmdarstjóra fyrr en 1. október en þá mun Jón S. Helgason hafa gengt starfinu í tíu ár, eða í hámarksráðningartíma framkvæmdastjóra samkvæmt stjórnskipulagi félagsins. Þetta segir í tölvupósti frá stjórnarformanni KPMG til starfsmanna, sem Vísir hefur undir höndum.

Hlynur hefur starfað hjá félaginu frá árinu 1996 og gengt hinum ýmsu trúnaðarstörfum fyrir það. Hann hefur meðal annars verið stjórnarformaður og yfirmaður áhættumála félagsins.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×