Konfektkassi, vínflöskur og einn flugeldur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. apríl 2022 15:42 Lárus og Jón Gunnar á fundi nefndarinnar í morgun. Vísir/ArnarHalldórs Starfsmönnum Bankasýslu ríkisins var boðið í hádegis- og kvöldverði með ráðgjöfum í tengslum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þá fengu þeir vínflöskur, flugeld og konfektkassa að gjöf frá aðilum sem tengdust útboðinu. Þetta kom fram í svari Jóns Gunnars Jónssonar, forstjóra Bankasýslunnar, á opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis í morgun. Fundurinn stóð yfir í um tvær klukkustundir og spurðu þingmenn Jón Gunnar og Lárus Blöndal, stjórnarformann Bankasýslunnar, út í ýmislegt er við kom söluna. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður nefndarinnar og þingmaður Vinstri grænna, sagðist velta fyrir sér hvort starfsmenn Bankasýslunnar eða stjórn hefði þegið gjafir eða risnur í aðdraganda beggja útboða á hlut ríkisins í Íslandsbanka. „Nei,“ sagði Jón Gunnar. „Ég meina við fengum einhverjar vínflöskur, flugeld og konfektkassa. Svo náttúrulega einhverja hádegisverði og kvöldverði með ráðgjöfum og svo framvegis,“ bætti Jón Gunnar við. „Ég hef ekkert fengið,“ sagði Lárus. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, kallaði eftir minnisblaði yfir gjafir sem starfsfólk Bankasýslunnar hefði fengið í tengslum við söluna. Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, sagði dæmi um að gjafir á borð við þessar gerðu einstaklinga vanhæfa í útboði á strætisvögnum í Noregi. Sala banka væri mun stærra mál. Því kallaði hann eftir sundurliðun á verðmæti gjafanna. Jón Gunnar sagði að það myndi koma fram í minnisblaði um gjafirnar. Jón Gunnar sagði í stuttu spjalli við fréttastofu að loknum fundi að um hefði verið að ræða jólagjafir. Konfektkassa, einn flugeld og einhverjar vínflöskur. Það væri allt og sumt. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kemur fyrir fund nefndarinnar á föstudaginn. Fundurinn hefst klukkan 8:30 og verður sömuleiðis opinn. Salan á Íslandsbanka Alþingi Íslenskir bankar Tengdar fréttir Bjarni situr fyrir svörum fjárlaganefndar á föstudag Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra verður gestur á opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis á föstudaginn. Þar mun hann svara spurningum fjárlaganefndar um sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka. 27. apríl 2022 13:55 „Dæmdur morðingi á Litla-Hrauni getur keypt í svona útboði“ Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar segir að veita þurfi heimild í lögum til að hægt sé að koma í veg fyrir að ákveðinn hópur fólks geti tekið þátt í útboðum á borð við nýlokið útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann segir hafa komið á óvart sá fjöldi lítilla fjárfesta sem uppfyllti kröfur sem gerðar eru til fagfjárfesta. Fjármálaeftirlitið sé með það til skoðunar. 27. apríl 2022 10:49 „Helsta vandamálið að þetta trufli ekki Bjarna“ Forsætisráðherra segir fjármálaráðherra njóta fulls stuðnings innan ríkisstjórnarinnar, á meðan 70% segjast í könnunum bera lítið traust til ráðherrans. Stjórnarandstaðan krefst enn sjálfstæðrar rannsóknarnefndar um Íslandsbankasöluna. 26. apríl 2022 22:00 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Fundurinn stóð yfir í um tvær klukkustundir og spurðu þingmenn Jón Gunnar og Lárus Blöndal, stjórnarformann Bankasýslunnar, út í ýmislegt er við kom söluna. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður nefndarinnar og þingmaður Vinstri grænna, sagðist velta fyrir sér hvort starfsmenn Bankasýslunnar eða stjórn hefði þegið gjafir eða risnur í aðdraganda beggja útboða á hlut ríkisins í Íslandsbanka. „Nei,“ sagði Jón Gunnar. „Ég meina við fengum einhverjar vínflöskur, flugeld og konfektkassa. Svo náttúrulega einhverja hádegisverði og kvöldverði með ráðgjöfum og svo framvegis,“ bætti Jón Gunnar við. „Ég hef ekkert fengið,“ sagði Lárus. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, kallaði eftir minnisblaði yfir gjafir sem starfsfólk Bankasýslunnar hefði fengið í tengslum við söluna. Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, sagði dæmi um að gjafir á borð við þessar gerðu einstaklinga vanhæfa í útboði á strætisvögnum í Noregi. Sala banka væri mun stærra mál. Því kallaði hann eftir sundurliðun á verðmæti gjafanna. Jón Gunnar sagði að það myndi koma fram í minnisblaði um gjafirnar. Jón Gunnar sagði í stuttu spjalli við fréttastofu að loknum fundi að um hefði verið að ræða jólagjafir. Konfektkassa, einn flugeld og einhverjar vínflöskur. Það væri allt og sumt. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kemur fyrir fund nefndarinnar á föstudaginn. Fundurinn hefst klukkan 8:30 og verður sömuleiðis opinn.
Salan á Íslandsbanka Alþingi Íslenskir bankar Tengdar fréttir Bjarni situr fyrir svörum fjárlaganefndar á föstudag Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra verður gestur á opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis á föstudaginn. Þar mun hann svara spurningum fjárlaganefndar um sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka. 27. apríl 2022 13:55 „Dæmdur morðingi á Litla-Hrauni getur keypt í svona útboði“ Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar segir að veita þurfi heimild í lögum til að hægt sé að koma í veg fyrir að ákveðinn hópur fólks geti tekið þátt í útboðum á borð við nýlokið útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann segir hafa komið á óvart sá fjöldi lítilla fjárfesta sem uppfyllti kröfur sem gerðar eru til fagfjárfesta. Fjármálaeftirlitið sé með það til skoðunar. 27. apríl 2022 10:49 „Helsta vandamálið að þetta trufli ekki Bjarna“ Forsætisráðherra segir fjármálaráðherra njóta fulls stuðnings innan ríkisstjórnarinnar, á meðan 70% segjast í könnunum bera lítið traust til ráðherrans. Stjórnarandstaðan krefst enn sjálfstæðrar rannsóknarnefndar um Íslandsbankasöluna. 26. apríl 2022 22:00 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Bjarni situr fyrir svörum fjárlaganefndar á föstudag Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra verður gestur á opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis á föstudaginn. Þar mun hann svara spurningum fjárlaganefndar um sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka. 27. apríl 2022 13:55
„Dæmdur morðingi á Litla-Hrauni getur keypt í svona útboði“ Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar segir að veita þurfi heimild í lögum til að hægt sé að koma í veg fyrir að ákveðinn hópur fólks geti tekið þátt í útboðum á borð við nýlokið útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann segir hafa komið á óvart sá fjöldi lítilla fjárfesta sem uppfyllti kröfur sem gerðar eru til fagfjárfesta. Fjármálaeftirlitið sé með það til skoðunar. 27. apríl 2022 10:49
„Helsta vandamálið að þetta trufli ekki Bjarna“ Forsætisráðherra segir fjármálaráðherra njóta fulls stuðnings innan ríkisstjórnarinnar, á meðan 70% segjast í könnunum bera lítið traust til ráðherrans. Stjórnarandstaðan krefst enn sjálfstæðrar rannsóknarnefndar um Íslandsbankasöluna. 26. apríl 2022 22:00