Hrönn nýr framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins Eiður Þór Árnason skrifar 25. apríl 2022 10:44 Hrönn Greipsdóttir hefur víðtæka reynslu af rekstri fyrirtækja og fjárfestingum. Aðsend Hrönn Greipsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og tekur við af Huld Magnúsdóttur, sem lætur af störfum að eigin ósk um næstu mánaðamót. Hrönn hefur frá árinu 2015 stýrt fjárfestingafélaginu Eldey, sem fjárfesti í afþreyingartengdri ferðaþjónustu og var í stýringu hjá Íslandssjóðum. Þetta kemur fram í tilkynningu en Hrönn er viðskiptafræðingur að mennt með MBA gráðu í fjármálum auk prófs í verðbréfamiðlun. Eignasafn Eldeyjar var selt Kynnisferðum í árslok 2020 og var starfsemin sameinuð um mitt síðasta ár. Áður starfaði Hrönn sem forstöðumaður hjá Arion banka og framkvæmdastjóri hjá SPRON. Þá hefur Hrönn einnig verið framkvæmdastjóri Hótels Sögu ehf., sem rak Hótel Sögu og Hótel Ísland. Að sögn Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins hefur Hrönn setið í fjölmörgum stjórnum sem spanna allt frá litlum frumkvöðlafyrirtækjum til eftirlisskyldra fjármálafyrirtækja. Hrönn er í stjórnum átta fyrirtækja á vettvangi ferðaþjónustu, ýmist sem stjórnarmaður eða formaður. Þeirra á meðal eru Kynnisferðir hf. og Reykjavík Excursion hf., Basecamp Iceland ehf., Íslenskar heilsulindir ehf. og Norðursigling hf. Full tilhlökkunar Sigurður Hannesson, formaður stjórnar Nýsköpunarssjóðs, segir að það sé fengur fyrir sjóðinn að fá Hrönn til starfa og hún hafi mikla reynslu og þekkingu af fjárfestingum og rekstri fyrirtækja. „Sjóðurinn gegnir mikilvægu hlutverki í atvinnulífinu og hefur á síðasta aldarfjórðungi stutt við fjölmörg fyrirtæki, skapað störf og verðmæti. Ég býð Hrönn velkomna til starfa og þakka fráfarandi framkvæmdastjóra, Huld Magnúsdóttur, fyrir góð störf í þágu NSA og nýsköpunar á Íslandi undanfarin ár,“ segir hann í tilkynningu. „Ég er full tilhlökkunar að takast á við spennandi og krefjandi verkefni í nýsköpunarumhverfinu, þar sem svo mikil gróska ríkir um þessar mundir. Vonandi nýtist reynsla mín og þekking vel til góðra verka á þessum vettvangi hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins,“ segir Hrönn. Huld Magnúsdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri, tók við stöðunni vorið 2017. Hún segir að tíminn hjá sjóðnum hafi verið gefandi og hún sé þakklát fyrir samstarfið við starfsfólk, stjórn, ráðuneyti og þau félög sem tilheyri eignasafni Nýsköpunarsjóðs. Vistaskipti Nýsköpun Mest lesið Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Viðskipti innlent Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Neytendur Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Samstarf Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Viðskipti innlent Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Samstarf Segir að vel væri hægt að lækka vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sjá meira
Hrönn hefur frá árinu 2015 stýrt fjárfestingafélaginu Eldey, sem fjárfesti í afþreyingartengdri ferðaþjónustu og var í stýringu hjá Íslandssjóðum. Þetta kemur fram í tilkynningu en Hrönn er viðskiptafræðingur að mennt með MBA gráðu í fjármálum auk prófs í verðbréfamiðlun. Eignasafn Eldeyjar var selt Kynnisferðum í árslok 2020 og var starfsemin sameinuð um mitt síðasta ár. Áður starfaði Hrönn sem forstöðumaður hjá Arion banka og framkvæmdastjóri hjá SPRON. Þá hefur Hrönn einnig verið framkvæmdastjóri Hótels Sögu ehf., sem rak Hótel Sögu og Hótel Ísland. Að sögn Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins hefur Hrönn setið í fjölmörgum stjórnum sem spanna allt frá litlum frumkvöðlafyrirtækjum til eftirlisskyldra fjármálafyrirtækja. Hrönn er í stjórnum átta fyrirtækja á vettvangi ferðaþjónustu, ýmist sem stjórnarmaður eða formaður. Þeirra á meðal eru Kynnisferðir hf. og Reykjavík Excursion hf., Basecamp Iceland ehf., Íslenskar heilsulindir ehf. og Norðursigling hf. Full tilhlökkunar Sigurður Hannesson, formaður stjórnar Nýsköpunarssjóðs, segir að það sé fengur fyrir sjóðinn að fá Hrönn til starfa og hún hafi mikla reynslu og þekkingu af fjárfestingum og rekstri fyrirtækja. „Sjóðurinn gegnir mikilvægu hlutverki í atvinnulífinu og hefur á síðasta aldarfjórðungi stutt við fjölmörg fyrirtæki, skapað störf og verðmæti. Ég býð Hrönn velkomna til starfa og þakka fráfarandi framkvæmdastjóra, Huld Magnúsdóttur, fyrir góð störf í þágu NSA og nýsköpunar á Íslandi undanfarin ár,“ segir hann í tilkynningu. „Ég er full tilhlökkunar að takast á við spennandi og krefjandi verkefni í nýsköpunarumhverfinu, þar sem svo mikil gróska ríkir um þessar mundir. Vonandi nýtist reynsla mín og þekking vel til góðra verka á þessum vettvangi hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins,“ segir Hrönn. Huld Magnúsdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri, tók við stöðunni vorið 2017. Hún segir að tíminn hjá sjóðnum hafi verið gefandi og hún sé þakklát fyrir samstarfið við starfsfólk, stjórn, ráðuneyti og þau félög sem tilheyri eignasafni Nýsköpunarsjóðs.
Vistaskipti Nýsköpun Mest lesið Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Viðskipti innlent Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Neytendur Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Samstarf Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Viðskipti innlent Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Samstarf Segir að vel væri hægt að lækka vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sjá meira