Seðlabankinn sýknaður af kröfum Arion banka Bjarki Sigurðsson skrifar 22. apríl 2022 11:14 Héraðsdómur féllst ekki á kröfur Arion banka. Vísir/Vilhelm Seðlabanki Íslands og íslenska ríkið voru sýknuð af öllum kröfum Arion banka vegna sektar sem Fjármálaeftirlit Seðlabankans (FME) lagði á Arion banka. Bankinn vildi fá sektina niðurfellda. Þann 7. júlí 2020 sektaði fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands Arion banka um tæpar 88 milljónir króna fyrir að birta ekki innherjaupplýsingar um fyrirhugaðar hagræðingaraðgerðir eins fljótt og auðið var. Vefur Mannlífs hafði birt kvöldið 22. september 2019 frétt um fyrirhugaðar skipulagsbreytingar og uppsagnir hjá Arion banka. Bankinn tilkynnti breytingarnar ekki til FME fyrr en 26. september og mat nefndin sem svo að breytingarnar hafi ekki verið tilkynntar eins fljótt og auðið er, líkt og segir í lögum um verðbréfaviðskipti. Uppsögn starfsfólks ekki hluti af upplýsingunum Bankinn sagði að innihald fréttar Mannlífs hafi ekki verið það sama og innherjaupplýsingarnar kváðu um. Skipulagsbreytingar með uppsögn starfsfólks hafi ekki verið hluti af þeim innherjaupplýsingum sem bankinn frestaði birtingu á. Bankinn vildi meina að andmælaréttur hans hafi verið virtur að vettugi við meðferð málsins en héraðsdómur hafnaði því. Arion banki vildi að ákvörðunin yrði felld úr gildi og að þeim yrði endurgreidd sektin með vöxtum en héraðsdómur féllst ekki á það. Bankanum var gert að greiða FME og íslenska ríkinu sameiginlega eina og hálfa milljón í málskostnað. Dóminn má lesa í heild sinni hér. Íslenskir bankar Dómsmál Seðlabankinn Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Þann 7. júlí 2020 sektaði fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands Arion banka um tæpar 88 milljónir króna fyrir að birta ekki innherjaupplýsingar um fyrirhugaðar hagræðingaraðgerðir eins fljótt og auðið var. Vefur Mannlífs hafði birt kvöldið 22. september 2019 frétt um fyrirhugaðar skipulagsbreytingar og uppsagnir hjá Arion banka. Bankinn tilkynnti breytingarnar ekki til FME fyrr en 26. september og mat nefndin sem svo að breytingarnar hafi ekki verið tilkynntar eins fljótt og auðið er, líkt og segir í lögum um verðbréfaviðskipti. Uppsögn starfsfólks ekki hluti af upplýsingunum Bankinn sagði að innihald fréttar Mannlífs hafi ekki verið það sama og innherjaupplýsingarnar kváðu um. Skipulagsbreytingar með uppsögn starfsfólks hafi ekki verið hluti af þeim innherjaupplýsingum sem bankinn frestaði birtingu á. Bankinn vildi meina að andmælaréttur hans hafi verið virtur að vettugi við meðferð málsins en héraðsdómur hafnaði því. Arion banki vildi að ákvörðunin yrði felld úr gildi og að þeim yrði endurgreidd sektin með vöxtum en héraðsdómur féllst ekki á það. Bankanum var gert að greiða FME og íslenska ríkinu sameiginlega eina og hálfa milljón í málskostnað. Dóminn má lesa í heild sinni hér.
Íslenskir bankar Dómsmál Seðlabankinn Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira