Spá 7,7 prósenta verðbólgutoppi í sumar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. apríl 2022 10:56 Íslandsbanki spáir því að verðbólga aukist á næstu mánuðum en fari svo lækkandi. Vísir/Vilhelm Íslandsbanki spáir því að verðbólga muni aukast á næstu mánuðum og ná toppi í sumar. Þetta kemur fram í nýrri greiningu bankans þar sem hann spáir því að verðbólgan mælist 7,7 prósent í júlí. Verðbólga mældist 6,7 prósent í mars. Spáir bankinn því að verðbólga mælist 6,8 prósent í apríl, en Hagstofan mun birta nýjustu útreikninga fyrir vísitölu neysluverðs þann 28. apríl næstkomandi. Í spá bankans kemur fram að mikilvægt sé fyrir þróun vísitölu neysluverð að hægja taki á hækkun íbúðaverðs. Gerist það muni það vega á móti svokallaðri innfluttri verðbólgu. „Gangi spá okkar eftir mun 12 mánaða verðbólga mælast 6,8% en hún var 6,7% í mars. Verðbólga hefur ekki mælst svo mikil í tólf ár. Útlit er fyrir að á næstu mánuðum muni hún aukast enn frekar og samkvæmt skammtímaspá okkar nær verðbólga toppi í 7,7% í júlí. Vart þarf að taka það fram að óvissan er mikil og aðstæður fljótar að breytast líkt og hefur verið raunin á undanförnum mánuðum,“ segir í spá bankans. Reiknar bankinn þó með að verðbólga fari hjaðnandi eftir að toppinum er náð. „Við erum þrátt fyrir allt fremur bjartsýn á að við náum tökum á verðbólgunni og hún taki að hjaðna nokkuð hratt á næsta ári. Spá okkar hljóðar upp á 7% verðbólgu að meðaltali árið 2022, 4,4% árið 2023 og 2,9% árið 2024.“ Lesa má greiningu Íslandsbanka hér. Efnahagsmál Íslenskir bankar Verðlag Tengdar fréttir Arion spáir 5,5 prósenta hagvexti og tæpri 18 prósenta hækkun íbúðaverðs Ný þjóðhagsspá Arion banka gerir ráð fyrir 5,5 prósenta hagvexti árið 2022 sem er nokkuð minni hagvöxtur en gert var ráð fyrir í síðustu spá. Kraftmikil innlend eftirspurn kallar á umtalsverðan innflutning og því verður framlag utanríkisverslunar ekki jafn hagfellt og áður var spáð. 8. apríl 2022 13:22 Ríkisstjórnin veðjar á aukinn hagvöxt til að lækka skuldir og auka kaupmátt Aukinn hagvöxtur, minni framlög til örvunaraðgerða vegna covid og góð niðurstaða í kjarasamningum munu tryggja aukinn kaupmátt á næstu árum að mati fjármálaráðherra sem kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára í dag. Bjartara sé framundan en áður hafi verið talið. 29. mars 2022 19:20 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri greiningu bankans þar sem hann spáir því að verðbólgan mælist 7,7 prósent í júlí. Verðbólga mældist 6,7 prósent í mars. Spáir bankinn því að verðbólga mælist 6,8 prósent í apríl, en Hagstofan mun birta nýjustu útreikninga fyrir vísitölu neysluverðs þann 28. apríl næstkomandi. Í spá bankans kemur fram að mikilvægt sé fyrir þróun vísitölu neysluverð að hægja taki á hækkun íbúðaverðs. Gerist það muni það vega á móti svokallaðri innfluttri verðbólgu. „Gangi spá okkar eftir mun 12 mánaða verðbólga mælast 6,8% en hún var 6,7% í mars. Verðbólga hefur ekki mælst svo mikil í tólf ár. Útlit er fyrir að á næstu mánuðum muni hún aukast enn frekar og samkvæmt skammtímaspá okkar nær verðbólga toppi í 7,7% í júlí. Vart þarf að taka það fram að óvissan er mikil og aðstæður fljótar að breytast líkt og hefur verið raunin á undanförnum mánuðum,“ segir í spá bankans. Reiknar bankinn þó með að verðbólga fari hjaðnandi eftir að toppinum er náð. „Við erum þrátt fyrir allt fremur bjartsýn á að við náum tökum á verðbólgunni og hún taki að hjaðna nokkuð hratt á næsta ári. Spá okkar hljóðar upp á 7% verðbólgu að meðaltali árið 2022, 4,4% árið 2023 og 2,9% árið 2024.“ Lesa má greiningu Íslandsbanka hér.
Efnahagsmál Íslenskir bankar Verðlag Tengdar fréttir Arion spáir 5,5 prósenta hagvexti og tæpri 18 prósenta hækkun íbúðaverðs Ný þjóðhagsspá Arion banka gerir ráð fyrir 5,5 prósenta hagvexti árið 2022 sem er nokkuð minni hagvöxtur en gert var ráð fyrir í síðustu spá. Kraftmikil innlend eftirspurn kallar á umtalsverðan innflutning og því verður framlag utanríkisverslunar ekki jafn hagfellt og áður var spáð. 8. apríl 2022 13:22 Ríkisstjórnin veðjar á aukinn hagvöxt til að lækka skuldir og auka kaupmátt Aukinn hagvöxtur, minni framlög til örvunaraðgerða vegna covid og góð niðurstaða í kjarasamningum munu tryggja aukinn kaupmátt á næstu árum að mati fjármálaráðherra sem kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára í dag. Bjartara sé framundan en áður hafi verið talið. 29. mars 2022 19:20 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Arion spáir 5,5 prósenta hagvexti og tæpri 18 prósenta hækkun íbúðaverðs Ný þjóðhagsspá Arion banka gerir ráð fyrir 5,5 prósenta hagvexti árið 2022 sem er nokkuð minni hagvöxtur en gert var ráð fyrir í síðustu spá. Kraftmikil innlend eftirspurn kallar á umtalsverðan innflutning og því verður framlag utanríkisverslunar ekki jafn hagfellt og áður var spáð. 8. apríl 2022 13:22
Ríkisstjórnin veðjar á aukinn hagvöxt til að lækka skuldir og auka kaupmátt Aukinn hagvöxtur, minni framlög til örvunaraðgerða vegna covid og góð niðurstaða í kjarasamningum munu tryggja aukinn kaupmátt á næstu árum að mati fjármálaráðherra sem kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára í dag. Bjartara sé framundan en áður hafi verið talið. 29. mars 2022 19:20