Viðskipti innlent

Verk­lag sölu­ráð­gjafanna til skoðunar hjá fjár­mála­eftir­liti

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Tilkynnt var í gær um að fjármálaeftirlit Seðlabankans væri komið með málið til rannsóknar.
Tilkynnt var í gær um að fjármálaeftirlit Seðlabankans væri komið með málið til rannsóknar. Vísir/Egill

Verklag söluráðgjafanna sem fengnir voru til að annast söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka er nú til skoðunar hjá fjármálaeftirliti Seðlabankans.

Tilkynnt var í gær um að fjármálaeftirlitið væri komið með málið til rannsóknar en Morgunblaðið greinir frá því og hefur eftir heimildum að það séu söluráðgjafarnir sem séu undir smásjánni en ekki starfhættir Bankasýslunnar í málinu.

Salan á hlutunum hefur verið harðlega gagnrýnd síðustu daga og hefur hún vakið ólgu á stjórnarheimilinu. Á meðal þess sem gagnrýnt hefur verið er hverjir fengu að kaupa en það var í höndum sjálfra söluráðgjafanna sem fengnir voru til verksins að meta hverjir skyldu teljast hæfir fjárfestar og þannig gjaldgengir til að taka þátt í útboðinu. Einnig hefur há þóknun þeirra verið gagnrýnd en framkvæmd útboðsins kostaði um 700 milljónir króna.

Blaðið hefur einnig fengið staðfest að Seðlabankinn hafi nú kallað eftir upplýsingum um hvernig þátttakendur í útboðinu voru flokkaðir, hvaða skilyrði voru lögð til grundvallar og hvort þau skilyrði hafi verið í samræmi við lög.


Tengdar fréttir

Katrín kannast ekkert við andstöðu Lilju

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kannast ekki við að Lilja D. Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra hafi viljað færa til bókar andstöðu sína við fyrirkomulag útboðs á hlutum í Íslandsbanka.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.